Úrval - 01.06.1948, Síða 79
FÉGRÁÐUGIR APAR
77
til hliðar og lagði alveg undir
sig sjálfsalann. I þetta skipti
komu úr honum appelsínusneið-
ar með berkinum á. Búla keypti
hverja sneiðina á fætur annari
og borðaði þær jafnóðum. Þegar
Bimba kvartaði, gaf Búla henni
börkinn!
Þessar sögur af Mósa, Bimbu
og Búlu og hinum sjimpöns-
unum eru skemmtilegar, en ein-
hver lesandi kann að spyrja:
„Hvaða vísindalegt gildi hafa
svona tilraunir?“
Vísindamennirnir, sem fást
við rannsóknir á hegðun dýra,
gera það vitanlega ekki sér til
skemmtunar. I augum sálfræð-
ings eru þessar tilraunir athug-
unarverðar af því að þær sýna,
að aparnir eru færir um að meta
táknrænt gildi. Hið andlega
djúp, sem staðfest er milli
mannanna og annarra dýra
merkunnar, er breiðast einmitt
á þessu sviði. Mikið af hegðun
mannsins er byggt á — í raun
og veru algerlega háð — tákn-
um.
Skýrasta dæmið er málið.
Orð eru skrifuð eða töluð tákn,
sem merkja hluti eða atburði.
En þau eru líka annað og þýð-
ingarmeira. Orðin eru grund-
völlur, hið ómissandi hráefni
hugsunarinnar. Jafnvel þögul
hugsun getur ekki án málsins
verið.
Eftir því sem við höfum
komizt næst hafa engin önnur
dýr raunverulegt mál. Skerandi
óp óttaslegins fíls getur sent
heila fílahjörð á ofboðslegan
flótta, en slíkt getur naumast
talizt boðberi ákveðinnar hugs-
unar eða hugmyndar, miklu
frekar smitandi útbreiðsla óljós-
ar óttatilfinningar.
Er þá ekkert dýr nema mað-
urinn gætt hæfileikanum til
táknrænnar hegðunar? Er það
ástæðan til þess að þau eiga
ekkert mál? Sálfræðingar eru
sannfærðir um, að æðstu spen-
dýrin að minnsta kosti geti lært
að nota tákn að takmörkuðu
leyti.
Tilraunir dr. Wolfes styðja
þessa skoðun. Mósi og félagar
hans lærðu að nota spilapening-
ana sem tákn eða tímabundinn
staðgengil matar og annarra
nytsemda. Þetta er auðvitað
frumstæð tegund táknrænnar
hegðunar, en sú staðreynd, að
aparnir gátu tileinkað sér hana,
er mjög mikilvæg.
Það er almennt álitið, að
mannslíkaminn eigi að baki sér
langan þróunarferil. Tilraunir