Úrval - 01.06.1948, Side 83
LlFSLEIT OKKAR
81.
að missa móðinn, þá hef
ég skyndilega munað eftir mín-
um innra manni, sem hvorki er
varnarlaus né óttaslegin. Þang-
að hef ég flúið í angist minni
og fundið öruggt skjól. Övinir
mínir hafa ekki getað elt mig
þangað — þeir geta aldrei náð
tökum á innra manni mínum. Ég
hef fundið til friðar og öryggis
aftur — og ég hef getað hafið
baráttuna við erfiðleikana með
nýju þreki. —
Ég var stödd í Englandi, eftir
að Miinchensáttmálinn hafði
verið gerður, þegar Englend-
ingar sviku siðferðislegar skuld-
bindingar sínar, settu efnalegt
öryggi ofar heiðarleikanum.
Þjóðin hefur aidrei verið van-
sælli og sundraðri. Ég var
aftur meðal Englendinga eftir
ósigurinn við Dunkerque. Þeir
höfðu snúizt við vandamál-
inu eins og menn. Þeir gátu
enn kosið öryggið, en þeir
kusu heldur að setja persónu-
legt líf sitt í hættu og fórna
landi sínu. Ég hef aldrei hitt
fólk, sem var eins stolt og glað-
lynt, og hafði eins mikið sjálfs-
traust. Þeir voru öruggir í vígi
síns innra manns.
Þetta vígi er hið innra með
öllum góðum mönnum og kon-
um. Sérhver einstaklingur verð-
ur að leita þess á eigin spýtur —
og það er þýðingarmesta leitin
í lífinu. Þegar okkur hefur
skilizt, að veraldleg gæði veita
okkur ekki öryggið, sem víð
þörfnumst, þá getum við notið
þeirra eins og ber að njóta
þeirra, sameiginlega eins og
samferðamenn. Við getum gert
útrásir úr hinum huldu vígjum
okkar, barizt til sigurs og tekið
ósigri með jafnaðargeði. Við
getum ekki komizt hjá að hljóta
áverka. Við getum ekki heldur
umflúið sorg, sársauka og von-
brigði. En allt böi mun hafa misst
brodd sinn eins og dauðinn.
Höfuð okkar kunna að blóðgazt,
en þau munu ekki beygja sig.,
Við munum vera örugg.
-o
Konurök.
Ungur eiginmaður, sem fallist hafði á að keypt yrði upp á,
afborgun ný ryksuga, mótmælti þegar hann heyrði, að konan,
hafði keypt dýrustu gerð. „En góði,“ sagði konan, „það verður
ekkert dýrara. Við þurfum bara að borga svolitið lengur.“
— Marie Andersen í „Reader’s Digest“.