Úrval - 01.06.1948, Page 84
Ánamaðkur breytti lífi hans.
Grein úr „Countrybook“,
eftir Frank J. Taylor.
| ’|AG nokkurn árið 1936 átti
dr. Thomas J. Barrett,
læknir í Los Angeles, úr vöndu
að ráða. Hann var búinn að
missa heilsuna, og fyrirtækið,
sem hafði ávaxtað sparifé hans,
var farið á höfuðið. Níu dollarar
voru aleiga hans. Hann var
kominn á þann aldur, þegar
menn hætta störfum, en þá varð
hann að byrja á nýjan leik. En
nú segir Dr. Barrett, að þetta
hafi verið hamingjudagur í
lífi sínu.
Dr. Barrett varð að komast
út úr borginni, ef honum átti að
auðnast að fá heilsuna aftur.
Vinur hans einn bauðst til að
leigja honum ekru lands í þurr-
lendu hæðardragi í San Fern-
andodalnum. Leigan var 5 doll-
arar á mánuði. Landspildan var
í órækt og óx þar lítið annað en
kaktus. Læknirinn og kona
hans fóru um helgar til þess að
reita illgresi og jafna fyrir
kofa.
f fyrstu skóflustungunni sá
læknirinn spriklandi ánamaðk.
Þessi maðkur breytti ekki að
eins búskap dr. Barretts, heldur
einnig lífi hans.
Ánamaðkamir hafa orðið
honum atvinnugrein og gert
hann svo frægan, að nafn hans
er nú birt í Who is Who. Garð-
yrkjufræðingar og sérfræðingar
stjórnarvaldanna leggja leið
sína til hans. Hús hans er ekki
lengur smákofi, heldur snotur
bygging, hulin vafningsviði og
umkringd trjám og matjurta- og
blómagörðum.
Þegar Barrett sá spriklandi
ánamaðkinn, datt honum allt i
einu í hug atvik, sem skeð hafði
fyrir 18 árum, þegar hann var
hermaður í Frakklandi. Hann
hafði séð aldraðan, franskan
bónda, sópa saman lausri mold
við rakan steinvegg. Hann hafði
spurt, hvers vegna þessi mold
væri svo dýrmæt.
„Le hon Dieu veit hvernig á
að skapa góðan jarðveg og hann
hefur trúað ánamöðkunum fyrir
leyndarmálinu,“ svaraði Frakk-
inn alvarlega. Hann kvaðst