Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 85
ÁNAMAÐKUR BRBYTTI LlFI HANS
83
safna maðkamold við vegginn
á nokkra daga fresti og nota
hana í úrvalsblómabeðin sín.
„Úr því að ánamaðkarnir
gátu bætt gróðurmold Frakk-
ans, hversvegna ættu þeir þá
ekki að geta breytt spildunni
okkar í frjósaman garð?“ spurði
Barrett konu sína þennan dag
árið 1936.
Hann fór að lesa ritgerðir um
ánamaðka, allt frá Aristótelesi
til Darwins og fram á okkar
daga. Ánamaðkarnir losa um
jarðveginn með því að vera stöð-
ugt að bora sig í gegn um hann;
þeir breyta leifum jurta og dýra
í frjósama mold; þeir breyta
efnum jarðvegsins í uppleysan-
iega plöntunæringu, og öll
göngin, sem þeir grafa, auðvelda
lofti og vatni leiðina niður í
jarðveginn. Dr. Barrett ályktaði
sem svo, að hann gæti ekki
unnið nytsamara verk á ólifðum
æviárum sínum en að ,,beizla“
ánamaðkinn, og bæta með því að
einhverju leyti úr matvæla-
skortinum í heiminum.
Hann byrjaði með nokkrum
ánamöðkum, sem teknir voru úr
moðáburði • um regntímann.
Hann komst að raun um, að
möðkunum fjölgar mjög ört við
rétt skilyrði og ef þeir fá nóg
viðurværi. Þeir þrífast vel á
laufi, grasi, húsdýraáburði og
matvælaúrgangi (sem grafa
skal niður).
Tilraunir læknisins báru þann
árangur, að hrjóstruga land-
spildan varð æ gróðursælli.
Þegar honum þótti tré eða runni
taka of litlum framförum, gróf
hann holu við rætur þess og
fyllti hana af mold úr maðka-
gróðurbeði sínu. Grasspretta
varð þrisvar sinnum meiri en
hjá nágrönnunum og aldini og
jarðarávextir sköruðu langt
fram úr að stærð og gæðum.
Tilraunir, sem gerðar voru við
ýmsa háskóla, gáfu sömu raun.
Ánamaðkur, sem er uppi á
yfirborðinu á nóttinni og grefur
sig niður í jörðina á daginn,
flytur upp sem svarar þyngd
sinni af nýjum jarðvegi á hverj-
um sólarhring. Þessi nýji jarð-
vegur er afburðagóð plöntu-
næring. Jarðvegur, sem ána-
maðkar hafa breytt þannig,
hefur reynzt innihalda fimm
sinnum meira af köfnunarefni,
sjö sinnum meira af fosfati og
ellefu sinnum meira af kalí,
samkvæmt tilraunum sem gerð-
ar hafa verið í tilraunastöð
Connecticutfylkis.
Dr. Barrett telur, að hann