Úrval - 01.06.1948, Síða 86
84
tJRVALr
hafi nú um miljón ánamaðka í
landi sínu, er „starfi“ þar að
jarðabótum. Þeir grafa sig allt
að sex fetum niður í jarðveginn
og flytja upp steinefni, sem ræt-
ur jurtanna náðu ekki áður til.
Hann telur að miljón ána-
maðkar vegi álíka mikið og
stór vagnhestur, en sameinaður
vöðvastyrkur þeirra er hundrað
sinnum meiri en hestsins. Þeir
vinna allan sólarhringinn, en
hesturinn getur ekki plægt
nema átta stundir á dag. Og
þeir bora sig kringum rætur
jurtanna, þar sem hvorki hest-
nrinn né plógurinn komast að.
I stað þess að skemma ræturn-
ar, losa ánamaðkarnir moldina
umhverfis þær.
Stundum er dr. Barrett spurð-
ur, hvers vegna hann festi ekki
kaup á annari óræktarekru og
sleppi ánamöðkunum í hana.
,,Ég þarfnast ekki meira
Iands“, segir hann. „Ég þarf
meiri gróðurmold. Við getum
ræktað allt það grænmeti og
ávexti, sem við þörfnumst, á
þessari ekru, ef við látum ána-
maðkana vinna jarðabótastarf-
ið. Það er þessi hugsanavilla,
sem er landlæg hér; allir vilja
fá meira landsvæði, en við viljum
aðeins fá meiri gróðurmold."
Læknirinn fór að skýra fólki
frá ánamöðkunum og afreks-
verkum þeirra og hann skrifaði
fjölda greina í landbúnaðarrit.
Honum tóku brátt að berast
hundruð bréfa á viku og ritaði
hann þá bækling, sem þegar
hefur selzt í 19 þúsund eintök-
um. Bæklingur þessi er útdrátt-
ur úr 200 blaðsíðna riti, sem
hefur að geyma alla þekkingu
hans á ánamöðkum, eftir tíu ára
rannsóknarstarf.
„Sérhver borg ætti að reka
búgarð, þar sem sorpið væri not-
að til þess að rækta ánamaðka
og skapa gróðurmold, í stað
þess að láta það fara til spillis".
segir dr. Barrett.
„Náttúran er 500 til 1000 ár
að bæta einum þumlungi moldar
of an á jarðveginn; við góð skil-
yrði gæti nægilegur fjöldi ána-
maðkar unnið þetta verk á 5 ár-
um. Hver og einn getur byrjað
á að skapa aukinn jarðveg fyrir
garð sinn eða grasblett.
,,Á yfirborði jarðar eru tvær
billjónir manna, sem eiga lífs-
björg sína undir gróðurmold-
inni, sem er alltaf að minka.
Það er kominn tími til að við
beizlum ánamaðkinn og notum
hann til að endurskapa hana.“