Úrval - 01.06.1948, Qupperneq 88
SJÁLFSÆVISAGA MANNSINS.
r
't'g, maðurinn, hef ákveðið
að rita ævisögu mína, þar
sem ég hef nú lifað um alllangt
skeið. Ég er orðinn dauðleiður á
flestum þeim sögum, sem af
mér hafa verið sagðar, í fyrsta
lagi vegna þess, að þær fjalla
aðallega um síðustu 3000 ár
ævi minnar, enda þótt afrek mín
fyrir þann tíma hafi verið miklu
markverðari, og í annan stað
af því, að þær skapa óskemmti-
lega flækju úr einföldu efni.
Þessar sögur eru oft ekki
annað en ómerkilegur vaðall
um smáatriði eins og sköpun og
hrun konungsríkja. Þessi vað-
all kann að vera góð dægra-
stytting, en hann er í raun og
veru jafn þýðingarlítill og hann
er flókin. í flestum mannkyns-
sögubókum er ekki hægt að
koma auga á manninn fyrir
mönnunum.
Verk mitt er auðveldara en
verk sagnfræðingsins, af því að
ég rita um manninn sjálfan. Mig
skiptir það litlu, hver af kyn-
þáttum eða einstaklingum mín-
um afrekaði þett'a eða hitt. Ég
vona, að mér takist að komast
hjá að rugla saman aðalatrið-
unum „Hvað var gert?“ við
aukaatriðin „Hver gerði það?“
O
Ég, maðurinn, get rakið ætt
mína allt til þess, er ég var
frumstætt spendýr, sem klifr-
aði í trjám. Afkomendur mínir
lifðu þessu skógarlífi í ármiljón-
ir og það hefur haft mikil áhrif
á líkamsvöxt minn og bygging-
arlag.
Líttu á hönd mína. Ég er af-
ar hreykinn af henni. Og þó er
hún upphaflega ekkert annað en
tæki, sem gerði mér kleift að
hanga í greinum trjánna.
Og athugum annað atriði.
Klifdýr þarf ekki síður að
hreyfa sig upp og niður en á-
fram og afturábak; í hvert
skipti, sem það klifrar upp á
við, verður það að standa upp-
rétt. Ég vandist því á að sitja
og standa uppréttur. Þessu er
ekki einungis þannig háttað um