Úrval - 01.06.1948, Page 95

Úrval - 01.06.1948, Page 95
SJÁLFSÆVISAGA MANNSINS 93 ekki ósvipað og frá sólinni. Þó má vel vera, að hin nánu tengsl mín við eldinn hafi ekki stafað af þessum orsökum, heldur af þeirri uppgötvun minni, að fara að sjóða fæðu mína: „Matseld- in“ hefur sennilega í fyrstu ekki verið önnur en sú, að ég hef varpað kjötstykkjum á eld. Meðan ég lifði í trjánum, nærð- ist ég aðallega á aldinum. Það sést á tönnum mínum, að ég hef haldið áfram að vera grænmet- isæta, löngu eftir að ég flutt- ist niður á jörðina. Enda þótt ég hafi gengið fram á nýdauðan uxa á þessu tímabili, þá hef ég ekki snert hann. Tennur mín- ar voru ekki mjög frábrugðnar því, sem þær eru nú, og hefðu ekki getað unnið á seigri húð hans. Verkfærin og eldurinn gjör- breyttu þessu. Ég gat skorið húð uxans með hvössum tinnusteini, og með því að steikja kjötið, gat ég gert það svo meyrt, að tennur mínar unnu á því. Ég breyttist því smámsaman í kjöt- ætu, en afleiðingar þess voru þýðingarmeiri en virðast kann í fljótu bragði. Vegna. þess að steikt kjöt var auðmelt og næringarmikið, þurfti ég ekki að eyða eins mikl- um tíma í að matast, og hafði því meira tóm til að hugsa og leika mér. Þess ber líka að gæta, að ekki var auðvelt að flytja eldinn úr stað, en það leiddi til þess, að ég tók að hafast við á sama stað, að meira eða minna leyti. En það þýðingarmesta var, að mér fór að þykja kjöt svo gott, að ég gerðist veiði- maður, því að veiðiskapurinn réði miklu um framtíðarþró- un mína. O Mjög hefur verið um það deilt, hvort ég hafi tekið upp klæðnað vegna skrautgirni eða til skjóls. Það er skoðun mín, að ég hafi byrjað að klæðast til þess að vernda líkama minn gegn meiðslum. Þegar ég fór að hlaupa um á tveim fótum, varð ekki hjá því komizt, að viðkvæmir hlutar líkamans, sem eru vel varðir á öðrum dýrum, yrðu fyrir hnjaski af kjarri og greinum. Ég varð að fara varlega á kjarrivöxnu landi, en samt hef ég ekki getað sloppið við meiðsli. Strax og mér lærðist að flá skinn af dýrum, var ekk- ert eðlilegra, en að ég færi að skýla mér með þeim. Ég tel, að það, sem ég klæddist fyrst í mér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.