Úrval - 01.06.1948, Qupperneq 100
:9S
ÚRVAL
að njóta lífsins á margbrotnari
hátt. Ég smíðaði blístrur úr
beini og lék á þær, og ég tólc að
iðka dans og viðhafa helgi-
siði. En aðalævintýri mitt um
þessar mundir var annað og
miklu undursamlegra.
Ég fann upp bogann. Hann
hiýtur að hafa verið mannleg
uppfinning, hann getur ekki
hafa skapazt fyrir hægfara þró-
un, eða það er að minnsta kost
erfitt að hugsa sér það. Það var
meira að segja ekkert nærtækt
efni, sem gat minnt á boga. Að
vísu höfðu frummenn reyrt
steinodda á spjótsköft sín með
skinnræmum eða þvengjum, en
miklu lengri og sterkari þveng
þurfti í bogastreng. Gott efni
í boga-sveig var heldur ekki
algengt, að því er ætla verður;
spjótin voru ekki úr sveigjan-
legum viði.
Boginn varð því til á sama
hátt og spjótið — hann var
fundinn upp af gáfuðum ein-
staklingi. Og uppfinning bog-
ans olli eins miklum umskiptum
á högum mannsins og nokkur
önnur uppfinning, bæði fyrr og
síðar.
1 fyrsta lagi var boginn vopn,
sem hentugt var að beita gegn
meðalstórum veiðidýrum. Bog-
inn gat að vísu ekki banað
mammút, en hann var skæðasta
vopnið, sem ég hafði eignazt,
þegar um það var að ræða, að
drepa minni dýr, svo sem sauð-
fénað. Dýr af þessari stærð voru
hentugust til átu. Það var erfitt
að fæða heilan hóp manna á
íkornum og kanínum. Og á hinn
bóginn gat kjöt af mjög stórum
dýrum skemmzt, áður en þess
yrði neytt að fullu. Sauð- og
nautfénaður var nógu smávax-
inn til þess, að nóg var af hon-
um, en jafnframt nógu stórvax-
inn til þess að veiðimaðurinn
hlyti góða bráð.
Meiri fæða þýddi, að fleiri
börn komust upp, en afleiðing
þess varð offjölgun fólksins. Þá
lögðu veiðimenn hópsins leið
sína til nýrra veiðisvæða og
hittu þar fyrir menn af öðrum
kynþáttum, vopnaða spjótum.
Þeir skutu örvum sínum að
þessum ókunnu keppinautum og
drápu þá, engu síður en veiði-
dýrin. Þannig varð boginn að
höfuðvopni mannsins í stríði.
Um tugi árþúsunda byggðist
öll hernaðartækni á boganum,
eða á skjöldum og brynjum til
varnar gegn honum.
O
Ég hafði kynnzt úlfinum