Úrval - 01.06.1948, Side 104
102
ÍJRVAL
þess eru tfén of lengi að vaxa.
Sennilega var það ekki heldur
hveíti eða byggfræ, því að rækt-
un þeirra var nokkrum vand-
kvæðum bundin. Það er yfirleitt
líklegt, að það hafi ekki verið
matjurtafræ, heldur eitthvað
sjaldgæft og bragðgott, sem
menn sóttust sérstaklega eftir.
Ef allir möguleikar eru at-
hugaðir, virðist margt benda til
þess, að það hafi verið einhver
melónutegund, sem fyrst var
gróðursett — það er einmitt
aldini, sem einhver kann að
hafa óskað sér að eiga meira
af en til var. Hann gat auðveld-
lega fundið og þekkt fræin, því
að þau eru allstór, og þegar
jurtin kemur upp, eru blöð henn-
ar auðþekkjanleg. Melónuvið-
urinn var bráðþroska og blómg-
aðist fljótt. Þegar blómin visn-
uðu, komu melónurnar í Ijós,
og þær uxu mjög ört. Uppsker-
an af einu melónufræi gat þann-
ig gefið af sér mikið af sjald-
gæfu lostæti, en jafnvel hundr-
að hveiti- og byggfræ gáfu
ekki af sér nema lítið magn af
algengri fæðutegund.
Þannig er það ekki ólíklegt, að
aldingarðurinn hafi orðið til á
undan kornakrinum. Tilhneig-
ingin var sú að rækta fyrst góm-
sætt aldini í garðinum (og ó-
sjálfrátt til fjörefnaöflunar),
áður en farið var að rækta al-
mennar matjurtir í stórum stii,
enda byggðist aðalmatvælaöfl-
unin á dýraveiðum um þetta
leyti.
En áður en langt um leið,
voru menn þó farnir að sá byggi
og hveiti í akra. En hveitirækt-
in borgaði sig varla, því að það
var erfitt að greina öxin frá
öðru grasi og ekki auðvellt að
verja það illgresi.
En ef jarðvegurinn var þurr,
var öðru máli að gegna. Það
er því líklegt, að kornrækt hafi
hafizt í landi, þar sem lítið
rigndi, eins og t. d. í Sýrlandí,
því að þar var lítið um náttúr-
legan gróður, svo að sá mátti
korninu nærri hvar sem var. Þá
varð að gera ráðstafanir til að
vökva fræið, með því að veita
vatni á sáðlendið úr á eða læk.
Þegar komið var sprottið úr
jörðu, var því lítil hætta búin
af illgresi. Þróunin varð sú, að
ég, maðurinn, byggði lífsaf-
komu mína í æ ríkari mæli á
ræktun hinna tveggja kornteg-
unda, byggs og hveitis, og fram-
tíð mín var í höndum þeirra
þjóða, sem fyrstar urðu til þess
að læra ræktun þeirra.