Úrval - 01.06.1948, Qupperneq 109
SJÁLFSÆVISAGA MANNSINS
10T
Önnur óvænt afleiðing spratt
af kornræktinni — það var
notkun stráanna eða hálmsins.
Komgresi var í fyrstu eingöngu
ræktað vegna fræsins eða korns-
ins, en brátt komust þorpsbú-
arnir að raun um, að stráin voru
til margra hluta nytsamleg.
Það var hægt að nota þau í
skepnufóður og sem eldivið;
það var hægt að vefa úr þeim
mottur og hatta, og þau voru
hentug í svefndýnur.
Á svipaðan hátt fór einnig
um dýrin. Upphaflega voru þau
taminn og gerð að húsdýrum
með það fyrir augum, að þau
væru nærtæk sláturdýr, en
auk kjötsins voru not fyrir
skinn, bein, horn og hár. En
fljótlega fóru menn að mjólka
ær, geitur og kýr, og síðar önn-
ur dýr. En úr mjólkinni var unn-
ið skyr, smjör og ostur, og nú
á síðustu tímum málning, lím
og plastvörur.
Þróun sauðkindarinnar var
þó furðulegust af öllu. Meðan
sauðkindin var villt, var hára-
lag hennar svipað geitarinnar,
og þannig er háralag villi-
fénaður enn þann dag í dag.
En þegar sauðkindin hafði
verið undir verndarhendi minni
urn tíma, fór þel einstakra
kinda að vaxa (sennilega vegna
náttúrlegra tilbrigða) og urðu
þær brátt þungfærari og svifa-
seinni en hinar, og leituðu því
fremur verndar hjarðmannsins.
Á þessum tíma átti sauðfé við
hörð kjör að búa, og varð þessi
háralagsbreyting því til þess, að
þelmiklu kindurnar höfðu meiri
lífsmöguleika en hinar. Menn
komust fljótt að raun um, að
gærur þessara kinda voru heppi-
legri í vetrarfatnað en snöggu
skinnin.
Ég hef því sennilega komið
náttúrunni til hjálpar, með því
að ala upp ullarbezta stofninn
og fjölga honum með kynbót-
um. Þannig var ég búinn að út-
vega búi mínu ull, auk kjöts-
ins. Og þannig átti líka lagð-
mikla sauðkindin allt undir
vernd minni. Án mín var hún
hjálparvana.
O
Um þessar mundir — milli
6000 og 5000 f. Kr. — var lífið
stöðugt að verða margbrotnara,
og margbreytnin skapaðist ört.
Ég býst við að hugtakið ,,vinna“
hafi í fyrsta skipti skotið upp
kollinum um þetta leyti. Þessir
menn lifðu ekki lengur ævin-
týralífi veiðimannsins. Land-
búnaðurinn krafðist erfiðist og