Úrval - 01.06.1948, Síða 110
108
ÚRVAL
reglubundina athafna — og það
er vinna.
Tilkoma vinnunnar þýddi á
hinn bóginn sköpun tómstund-
anna. Þorpsbúamir unnu að
störfum, sem kunna að hafa
verið þeim ógeðfelld, en þeir
eyddu líka minni tíma 1 að leita
sér að fæðu. Þegar fólk hefur
nóg að borða og hefur tóm til
að spjalla saman og hugsa, fær
það nýjar hugmyndir, sem þró-
ast í nýjar uppfinningar eða
lifnaðarhætti.
Ég held því ekki fram, að ó-
friður hafi ekki þekkzt á þessu
tímabili, en við uppgröft þessara
fyrstu þorpa kemur í ljós, að
þau eru venjulega ekki umgirt
varnarveggjum eða stauragirð-
ingum, og vopnin, sem finnast
eru veiðivopn, en ekki stríðs-
vopn. Að vísu voru enn til her-
skáir veiðimannaflokkar, en þeir
voru fámennir. Vera má, að þeir
hafi stundum gert árásir, en
enn sem komið var voru þeir
ekki orðnir sigurvegarar.
Enda þótt þorpslífið væri
margbrotnara en líf veiðimann-
anna, krafðist það þó ekki hinn-
ar nánu og hárnákvæmu sam-
vinnu, sem var nauðsynlegt við
veiðarnar. Bóndinn gat unnið
sjálfstæðara og meira fyrir
sjálfan sig. Þannig voru þorps-
búarnir lýðræðislegri og sjáif-
stæðari en veiðimennirnir, og
þeir voru ekki enn orðnir nógu
sérgreindir til þess, að jöfnuð-
urinn þeirra á meðal raskaðist.
Þeir voru allir bændur, en þeir
unnu jafnframt öll þau verk,
sem þurfti að vinna. Þeir voru
líka veiðimenn, fiskimenn og
trésmiðir, en þó aðeins í hjá-
verkum.
Eftir því sem matvælafram-
leiðsian óx, eftir því fjölgaði
fólkinu og þorpunum. Þorpin
voru ekki einangruð hvort frá
öðru, heldur vox’u samgöngur
milli þeirra og samskipti xmx
hluti og hugmyndir.
Að lokinni uppskeru gat það
þannig viljað til, að tveir ungir
menn legðu í leiðangur yfir
fjallið eða gegnum skóginn, og
höfðu meðferðis geitaskinn,
verkað á þann hátt, er tíðkaðist
í þorpi þeirra. Þegar þeir komu
til næsta þorps, sögðu þeir frétt-
ir og spurðu tíðinda; þeir skröf-
uðu við þorpsbúa og neyttu
matar, sem þeim var veittur,
og þeir gáfu ungum stúlkum
hýrt auga. Þeim var sagt, að
sáðkornið, sem flutt hafði verið
að sunnan ogreyntþamaífyrsta
skipti, hefði gefið slæma raxm;