Úrval - 01.06.1948, Síða 118
316
ÚRVAL
verjar voru engan veginn upp-
hafsmenn þessara hluta.
Ríki þeirra var aðeins eitt
ríkið í viðbót, og það var stórt
og margbrotið, af því að það
kom seint til sögunnar. Samt
sem áður tók það sér kúgun og
hemaðaranda Assyríu fremur
til fyrirmyndar en friðsemi
Egypta og Makedóníumanna.
í mínum augum hefur róm-
verska ríkið enga umtalsverða
þýðingu nema þá, sem tengja
má við fyrstu aldir lýðveldis-
ins. Rómverska ríkið átti upp-
tök sín í samfélagi þorpsbænda.
Þorpsbúar urðu háðir konungi,
og einhvernveginnklofnaðiþjóð-
félagið í yfirstétt og alþýðu. Þá
snerist hin venjulega þróun við:
borgararnir ráku konunginn
frá völdum. Þessi „óeðlilega“
þróun hélt áfram, því að alþýð-
an varði rétt sinn gagnvart yfir-
stéttinni. I nokkrar aldir tókst
Rómverjum að halda lífinu í
lýðveldisskipulaginu, og — á-
samt þrælum sínum — jafnvel
svolitlu af anda lýðræðisins.
Nokkrar frásagnir frá þessu
tímabili hafa varðveitzt, svo sem
rit Liviusar og ræður Ciceros,
og þau geyma erfðakenningar
lýðveldisins. Þannig skilaði
rómverska lýðveldið eftirkom-
endunum lítilli, en þýðingarmik-
illi arfleifð.
O
Gott ráð til þess að læra að
aðgreina tvö tímabil er að at-
huga, hvaða ný tæki til yfirráða
yfir umheiminum hafa komið
fram. Að þessu leyti stóðu
menn, sem voru uppi um 500 e.
Kr. hinum, sem lifðu um 2000
f. Kr., engu framar. Að því er
snerti matvælaframleiðslu rækt-
uðu þeir einkum hveiti, bygg og
rís, og búpeningur þeirra var
nautgripir, sauðfé og svín. Full-
komnustu vélar þeirra voru enn
vefstóllinn, kerran eða vagninn,
hjól leirkerasmiðsins, plógurinn
og boginn. Hreyfiafl þeirra á
sjónum var vindurinn, á landi
asninn, uxinn, úlfaldinn og hest-
urinn. Smíði úr málmum hafði
ekki tekið miklum framförum,
og engin stórmikilvæg nýjung'
hafði komið fram, frá því að
múrsteinninn og steinboginn
voru fundnir upp, en það var all-
löngu fyrir 2000 f. Kr.
Mannsaflið var aðal orkugjaf-
inn til flestra starfa, enda var
hlutskipti alþýðunnar þrældóm-
ur.
Nokkur vandamál, eins og t.
d. hvernig ætti að sjá stórri borg
fyrir sæmilega hreinu vatni,