Úrval - 01.06.1948, Side 122
120
■Qrval
sigursæli taka saman hina
frægu Dómsdagsbók. I hana
voru skráðar jarðeignir Eng-
lands, en það var þá fremur
frumstætt land. Hið eftirtektar-
verðasta í Dómsdagsbókinni er
það, að þá voru taldar 5000
myllur á Englandi. Flestar
þeirra voru vatnsmyllur. Með
öðrum orðum: þegar um 1080
var allt korn Englendinga mal-
að í vatnsmyllum.
Vindmyllur voru að vísu til
í fornöld, en þær voru seinna
teknar til almennra nota en
vatnsmyllumar. Hagnýting
vind- og vatnsorkunnar var ó-
neitanlega hægfara, en hvert
mylluhjól, sem snerist, var þó
röksemd gegn ánauðinni. Jafn-
vel þótt þrælnum væri ekki borg-
uð nein laun, var óhjákvæmilegt
að fæða hann, og þessvegna var
ódýrara að mala með vatnsafli
og greiða malaranum mylnu-
gjaldið.
Á öndverðri nýju öldinni upp-
götvuðu sjófarendur áttavitann,
og það sem var ef til vill enn
þýðingarmeira: þeir komust
upp á að sigla á móti vindinum.
Að Grikkjum og Fönikíumönn-
um undanskildum, voru flestar
fornþjóðirnar landkrabbar. En
þjóðimar, sem áttu lönd að At-
lantshafi, urðu annaðhvort að
sigla um Atlantshafið eða sitja
heima. Þær sigldu, byggðu betri
skip, og sigldu lengra. Þessir
menn voru Norðmenn, Flæm-
ingjar, Englendingar, Hansa-
kaupmenn, Bretaníubúar og
Portúgalsmenn.
Þetta var öld mikilla uppgötv-
ana — öld Kólumbusar, Mag-
ellans og Kopernikusar. Þessir
menn voru allir uppi um sama
leyti, og uppgötvanir þeirra
skeðu allar á sama aldarhelm-
ingnum.
Kólumbus fann landið, sem
forviða fólk kallaði nýja heim-
inn. Af ferð Magellans varð það
ljóst, að ég, maðurinn, bý á
hnetti, sem ekki er stærri en svo,
að það tekur engan óratíma fyr-
ir skip að sigla umhverfis hann.
En Kopernikus, sem ferðaðist
lengst, enda þótt hann ,,sæti
kyrr á sama stað,“ komst að
raun um, að þessi hnöttur var
ekki þungamiðja, heldur einn af
hinum minnstu meðal margra
hnatta.
Hvað hefur mér nú orðið úr
uppgötvunum þeirra Kólumbus-
ar, Magellans og Kopernikusar
þann stutta tíma, sem liðinn er
frá því, að þeir voru uppi? Að
því er Ameríku snertir, þá hef