Úrval - 01.06.1948, Page 126
124
■ORVAL
að nokkru leyti. Um 1700 átti
þessi hugmynd yfirleitt ekki
fylgi að fagna. Það var varla
nokkur maður, sem spurði:
„Hvert stefnir menningin?“ eða
„Hvaða afskipti eigum við að
hafa af henni.“ Svo virtist, sem
hún væri kyrrstæð. En nú eftir
aðeins hálfa þriðju öld — er
framtíð menningarinnar dag-
legt umræðuefni. Sérhver hugs-
andi maður viðurkennir þann
möguleika, að alvarlegar breyt-
ingar kunni að ske í náinni
framtíð.
O
Næst breytingarhugmyndinni
tel ég stofnun hinna miklu lýð-
ræðisríkja annað þýðingarmesta
atriði í sögu þessa tímabils.
Lýðræðisríkin eru spánnýtt fyr-
irbrigði í heiminum, og sköpun
þeirra er gagnstæð fyrri
reynslu, því að þegar þorpin
urðu að borgum, dó lýðræðið út.
Um 1700 var England mesta
lýðræðislandið, en næstu öld á
eftir stóð það í sama stað, en
Bandaríkin og Frakkland tóku
forustuna. Samt hafði lýðræðinu
hnignað um 1800. Það var ger-
samlega að velli lagt í Frakk-
landi og menn voru famir að
gerazt fráhverfir því í Banda-
ríkjunmn. En lýðræðið var líf-
seigt, og eftir aldamótin 1800
blómgaðist það ört.
Lýðræðið hefur sótt lífsþrótt
sinn í ýmsar uppsprettur, og
velgengni þess hefur styrkt það.
Eftir 1800 var það orðið ljóst,
að Bandaríkin voru stöðugt að
eflast, enda þótt því færi fjarri,
að þau væru fullkomið lýðræðis-
ríki. En rússneska keisararíkið,
var tekið að riða undir harð-
stjórninni, enda þótt það réði
yfir jafnmiklum auðlindum.
Enda þótt sigurför lýðræðis-
ins hafi ekki verið óslitin frá
því um 1800, þá virðist mér það
öflugra í dag en nokkru sinni
fyrr, og beri merki þess, að það
muni halda áfram að blómgast.
Margir halda því fram, að
einstaklingurinn hafi ekki tek-
ið neinum breytingum, þráttfyr-
ir allar nýjungar í tækni og þjóð-
félagsháttum. Einstaklingurinn
í dag er eins og hann hefur ver-
ið í þúsundir ára, — sami lík-
ami, sama sál, sömu skilningar-
vit, sömu tilfinningar, og senni-
lega sama skynsemi.
En þó að einstaklingurinn
sjálfur hafi ekki breytzt í raun
og veru, þá hefur umhverfi hans
breytzt svo mjög á tveim öldum,
að hann virðist hafa tekið
nokkrum stakkaskiptum. Mögu-