Úrval - 01.06.1948, Síða 127
SJÁLFSÆVISAGA MANNSINS
125
leikar hans til að beita skiln-
ingarvitum og láta tilfinningar
sínar í ljós hafa stóraukizt. Nú-
tímamaðurinn er t. d. engu hæf-
ari til að bragða á sætindum en
fyrri tíma menn. En fyrr á öld-
um vissi raunverulega enginn,
hvað sætt bragð var, nema ef
fyrir kom, að menn rákust á bý-
flugnabú. Sykur varð ekki al-
menn fæðutegund fyrr en á síð-
ari tímum. Sama máli gegnir
um te, súkkulaði, kaffi og tóbak.
Þó halda margir því fram, að
einstaklingurinn sé veiki hlekk-
urinn í heimi nútímans. Þeir
benda á, að flestar skemmt-
anir nútímamanna séu í eðli sínu
aðeins flótti frá lífinu, og til
þess ætlaðar, að gera það þolan-
legt.
Það er satt að nútímamaður-
inn býr að sumu leyti við erfið
skilyrði. Ef hann gætir sín ekki,
þegar hann fer yfir götu, getur
það orðið hans bani. Það getur
verið, að hann lifi jafnvel að
sumu leyti við erfiðari skilyrði,
en villimaðurinn, sem veit ekki,
hvar hann á að afla sér næsta
málsverðar og óttast, að tígris-
dýrið kunni að hremma hann þá
og þegar.
En þegar ég sé unglinga aka í
bílskrjóðum sínum, þá finnst
mér þeir vera í engu minna
samræmi við umheiminn en
sveitapilturinn, sem hleypir hest-
inum sínum á harða hlaupi yfir
engið, eða villimaðurinn, sem
læðist að akurhænu með spjót
sitt. Á fyrstu árum sínum kynn-
ist barnið umhverfi sínu; síð-
ari breytingar kunna að valda
því erfiðleikum; fyrri breyting-
arnar fara fram hjá því, án þess
að það veiti þeim eftirtekt. Þess-
vegna skyldi nútíminn vara sig
á öldungnum, því að hann hefur
lifað breytingar, sem hafa vald-
ið honum erfiðleikum og hann
getur ekki lengur lagað sig eftir
líðandi stund. Kynslóðin milli
25 og 45 ára hefur aldrei verið
vitrari í sinni eigin vizku en ein-
mitt nú.
Fleiri staðhæfingar eru á lofti
imi það, einstaklingnum sé að
hnigna, en þær bera ekki að
taka of alvarlega. Ein er sú, að
veldi vísindanna og lýðræðisins
sé að ræna nútímamanninum ein-
staklingseðli sínu, að hann sé að
hverfa í múginn. Þetta er ekki
rétt nema að einu leyti. Ef ég
lít yfir mannfjölda í dag, þá sé
ég, að einstaklingarnir eru lík-
ari innbyrðis vegna þess, að
færri þeirra eru vanskapaðir eða
lýttir. Það er læknislist nútím-