Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 6

Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 6
4 ÚRVAL Þegar við sexmenningarnir hétum hver öðrum því fyrir nokkrum vikum að berjast fyrir varðveizlu lífsins, uppgötvuðum við að nýju fegurð jarðarinnar. Þá héldum við hver í sína átt- ina til þess að kanna jörðina. Við komurn allir aftur skyn- samari en við fórum. Við upp- götvuðum fegurð, sem hafa mun áhrif á drauma okkar með- an við lifum; en við kynntumst einnig böli, sem hefur rænt okk- ur svefni. Meira en helmingur mannkynsins þjáist af hungri eða vaneldi, enda þótt jörðin geti ekki aðeins alið ríkulega önn fyrir þeim 2500 milljónum manna, sem nú lifa, heldur þeim 4000 milljónum, sem byggja munu jörðina að öld liðinni. Þ.ví að það skal þegar í upphafi sagt: þrátt fyrir atóm- og vetnissprengjur trúum við á framtíð mannkynsins, því að við trúum á manninn. Sú stað- reynd, að aðra hvora sekúndu fæðast þrjú mannsbörn í heim- inn, sú staðreynd, að á hverj- um degi, frá sólarupprás til sól- arlags, fjölgar mannkyninu um 30.000 sálir, vekur okkur ekki örvæntingu, heldur fögnuð. Því að við vitum hvers maðurinn er megnugur þegar hann vill, þegar hinir sterku og aflögu- færu hjálpa hinum veiku og þurfandi. Sá yngsti okkar fór til Ausí- urlanda og var lokaáfanginn Indónesía. Hann kom aftur í senn hrifinn og örvæntingar- fullur. „Nú fyrst finn ég að ég er maður,“ skrifar hann. ,,Hví- lík auðlegð og fjölbreytni í ásýnd jarðarinnar og fólksins! Mikið er sá maður fátækur, sem heldur að hans eigin þjóð, hans eigin kynþáttur, sé allur heim- urinn! Hvílík opinberun varð mér ekki sú uppgötvun, að í Indlandi eru milljónir manna, sem í djúpi sálar sinnar mæla tímann ekki í mínútum og stundum, heldur í endurholdg- unum! Samt fann ég mér til undrunar, að þetta hafði ekki gert þá nógu vitra, því að þeir litu á íbúa Pakistan, er dýrka spámanninn Múhammeð, sem óvini sína. Tveim sjúkdómum hef ég kynnzt á ferð rninni. Sá fyrri og verri er þjóðrembing- urinn, er tíðum brýst út sem farsótt. Berjast trén í skógin- um hvert við annað af því að börkur þeirra er misjafn ásýnd- um og blöð þeirra misjöfn að lögun ? Mér gramdist þessi þröngsýni Indverja jafnt og Pakistanbúa. Unz mér varð hugsað til þess, að við í Evrópu, sem teljum okkur öðrum miklu fremri að skynsemi, vöð- um í sömu villu. Og þá fyrst þegar ég sá afleiðingar síðari sjúkdómsins, vissi ég hver meinabótin var. Því að síðari sjúkdómurinn er hungrið. I Indlandi er hungurs- neyðin heimagangur. Og það er eklri vegna þess að helgum kúm sé ekki slátrað, eins og margir Evrópumenn halda. Hungurs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.