Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 25
UM HÖFUND STREPTOMYCINS
23
fyrstur orðið antibiotica í þess-
ari merkingu.
Selman Abraham Waksman
fæddist 8. júlí 1888 (samkvæmt
gamla rússneska tímatalinu) í
þorpinu Novaia-Priluka í IJkra-
ínu 90 mílur frá Kieff. Faðir
hans, Jacob, dvaldist löngum í
nálægum bæ, Ninnitsa, og vann
að smíði eldhúsáhalda úr kopar.
Það féll því mest í hlut móður-
innar að annast uppeldi drengs-
ins. I æsku varð hann vitni að
því, að systir hans dó úr barna-
veiki, án þess næðist í barna-
veikiserum, sem ekki var tiltækt
nær en 200 mílur í burtu. Þessi
reynsla fékk mikið á hann, og
hann ákvað að gerast læknir
og berjast gegn sjúkdómum eins
og þeim, sem rænt hafði hann
systur hans.
Hann fékk þá beztu kennslu
sem fáanleg var þar um slóðir,
þar á meðal einkakennslu. Árið
1910, þegar hann var 22 ára,
dó móðir hans, og þar með var
höggvið á sterkustu böndin,
sem tengdu hann við Úkraínu.
Faðir hans ráðlagði honum að
fara til Zúrich til að leggja
stund á efnafræði. I staðinn
hélt hann til Ameríku til frænda
síns, sem átti litla jörð í Metu-
chen í New Jersey, skammt frá
New Brunswick þar sem Rut-
gers háskóli er.
Rússar hafa alla tíð dýrkað
moldina, og sem drengur hafði
Selman heillast af hinu síendur-
tekna kraftaverki þegar nýtt líf
sprettur úr jörðu á hverju vori.
Hvað skapar lífið? Hvar byrj-
ar það? Hvernig starfar það?
Ætlun Waksmans hins unga
var að nema læknisfræði, og
hann sótti um inngöngu í lækna-
deild Columbía háskóla. En
meðan hann bjó í Metuchen,
frétti hann að rússneskur inn-
flytjandi, dr. Jacob Lipman,
væri forstöðumaður tilrauna-
stöðvar í landbúnaði við Rut-
gers háskóla. Eftir nokkur sam-
töl við dr. Lipman ákvað Sel-
man að leggja stund á jarðvegs-
efnafræði. Hann hóf nám í
Rutgers háskóla og hlaut þar
námsstyrk.
Fyrstu tvö námsárin bjó
Waksman á bæ frænda síns,
en flutti síðan á stúdenta-
heimili við háskólann og
hafði ofan af fyrir sér með
því að hirða gróðurhús,
gefa kjúklingum og sem nætur-
vörður. Þegar hann tók kandí-
datspróf sitt árið 1915, hafði
hann þegar stigið fyrsta skrefið
til uppgötvunar strepomycins.
Hann hafði fundið jarðvegs-
bakteríu, sem hann kallaði
Streptomyces griseus, og skrif-
aði meistarprófsritgerð um
hana, en litla hugmynd hafði
hann þá um, að þessi yfirlætis-
lausa baktería ætti eftir að láta
mannkyninu í té eitt áhrifa-
mesta lyf þess.
Næstu tvö árin vann hann að
doktorsritgerð með styrk frá
háskólanum í Kaliforníu. Ao
fenginni doktorsgráðu hvarf
hann aftur til Rutgers og gerð-