Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 58
56
ÚRVAL
ar hinar venjulegu seremoníur.
Það voru sannaríega ekki ann-
að en seremoníur, því að próf-
essorinn var aðeins að kaupa
sér frest, meðan hann var að
reyna að koma af stað samtali
við hinn kynlega sjúkling. I
fyrstu gekk hvorki né rak. En
þegar prófessorinn spurði allt
í einu: „Eruð þér giftur?“, þá
muldraði sjúklingurinn: „Ég
var giftur.“ Prófessorinn hélt
áfram: „Eruð þér skilinn?“
Sjúklingurinn: „Ekkjumaður."
Prófessorinn: „Hve lengi hafið
þér verið ekkjumaður?“ Sjúkl-
ingurinn renndi sér ofan af
rannsóknarborðinu, gekk þang-
að sem föt hans lágu, tók
upp vasaúrið, leit á það og
sagði: „Sjö klukkutíma og
tuttugu mínútur."
Svarið gat varpað ljósi á
ýmislegt í sambandi við hið
kynlega hátterni mannsins. En
margt var þó enn myrkrinu hul-
ið. Það fór fyrir prófessornum
eins og hjúkrunarkonunni;
hann fór að velta hinu ein-
kennilega brosi mannsins fyrir
sér. Það var ekki bros, sem er
stirðnað af sársauka, það bar
miklu fremur vott um ró og
sigurvissu. En prófessorinn
eyddi ekki miklum tíma í að
hugsa um hið dularfulla bros.
Hann klappaði sjúklingnum
vingjarnlega á öxlina og sagði:
„Svona, svona — kæri vinur
— ég skil mætavel, hvernig yð-
ur líður . . .“
Sjúklingurinn horfði forviða
á hann og sagði: „Er það satt?“
Meðan sjúklingurinn var að
fara í fötin, lagði prófessorinn
enn fyrir hann nokkrar spurn-
ingar, sem hann svaraði skil-
merkilega. Hann komst að því,
að hin látna kona hafði verið
um tvítugt, en að maðurinn
var túttugu og sex ára gamall.
Hann spurði um dánarorsökina.
Var það slys? Svar: „Sjálfs-
morð.“
Prófessorinn taldi ekki rétt
að forvitnast meira um þessa
sorgarsögu. Hann var læknir,
en ekki rannsóknardómari.
Hann hafði fundið orsök, sem
gat auðveldlega valdið mjög
alvarlegri geðshræringu —■ nú
var aðeins eftir að athuga, hve
alvarlegt og víðtækt hið and-
lega áfall var. Hann bað sjúkl-
inginn enn um að setjast og
starði þögull á hann nokkra
stund. Hann átti erfitt með að
þola brosið, það minnti helzt
á strákslegt sigurglott. Loks
sagði hann:
„Jæja, vinur minn — líkam-
leg rannsókn var sennilega
óþörf, að minnsta kosti
varð ég ekki var við neitt at-
hugavert. Aftur á móti er and-
leg heilsa yðar ekki sem bezt.
Ég skal gefa yður eitthvað ró-
andi og svefnlyf fyrir nóttina.
Ég vildi helzt leggja yður á
hressingarhæli. Því að — því
að . . .“
Hann þagnaði og horfði með
samúð á unga ekkjumanninn.
Síðan hélt hann áfram: