Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 93
ÁSTRÍÐA.
SAGA
eftir Yuan Chen.
Þegar Yuan Chen gisti í
Pucheng á embættisferðum sín-
um og heyrði klukknahljóminn
frá klaustrinu þar í nágrenninu,
varð hann ávallt djúpt snortinn,
einkum þegar klukkunum var
hringt í dögun og hann lá enn
í rúmi sínu, því að þá var eins
og hann yrði ungur og róman-
tískur í annað sinn. Hann var
nú kominn á firnmtugsaldur,
hjónaband hans var eins og
gengur og gerist; hann var vin-
sælt skáld og háttsettur em-
bættismaður, sem hafði átt í
ýmsum brösum um dagana. Það
var einkennilegt, að hann skyldi
ekki geta gleymt þessu gamla
ástarævintýri, að hann skyldi
ekki geta íhugað það með ró
og stillingu. Tuttugu ár voru
liðin, og þó vakti morgunhring-
ing klausturklukknanna, ómur
þeirra og hrynjandi, enn ólýsan-
lega hryggð í brjósti hans, ein-
hverja djúna og dulda tilfinn-
ingu, sem var í ætt við lífið
sjálft, og hann skynjaði kyngi
og fegurð lífsins, sem jafnvel
hinn skáldlegi penni hans var
ekki f ær um að lýsa. Þegar hann
lá þarna í rúminu, minntist hann
hálfrökkvaðs himins meó dauf ■
um, tindrandi stjörnum. ofsa-
legra tilfinninga og höfugs ilms,,
og hann sá fyrir sér brosandi
andiit stúlkunnar sem var
fyrsta unnustan hans.
Yuan var þá ungur maður,.
tuttugu og tveggja ára gamalL
og hann var á leiðinni til höfuð-
borgarinnar, til þess að ganga
undir próf í fræðum sínum
Eftir því sem hann sjálfur seg-
ir, hafði hann aldrei orðið ást-
fanginn áður og hafði ekki hafí
mök við konur, því að hann var
gáfaður og tilfinninganæmur
maður, sem hafði sett sér háleii
markmið. Hann var hvorki
kumpánlegur né félagslyndur,
og snoppufríðu stúlkurnar sem
vinir hans voru að eltast við,
höfðu engin áhrif á hann, enda
þótt hann viðurkenndi, að hann
gæti orðið hrifinn af fallegri
eða gáfaðri stúlku.
Á tímum keisaradæmisins var
það siður, að lærdómsmenn
héldu til höfuðborgarinnar
mörgum mánuðum áður en próf-
in áttu að hefjast, og notuðu
þá tækifærið til að ferðast um
landið og skoða sig um. Yuan