Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 22
20
ÚRVAL
að var einskis virði. Það voru
myglaðar tuskur, sem grotn-
uðu sundur þegar ég tók á þeim.
1 einu horninu lá hálfrotnað
hundshræ; ég bar það út á sorp-
hauginn. Glerbrot voru úti um
allt, brotnar vínflöskur og brot-
ið leirtau. Ég sópaði því öllu
sarnan með sópinum, tók það
upp með höndunum (ég kunni
ekki að nota fægiskófluna) og
bar það út.
I mínurn augum var skemm-
an nú orðin miklu þrifalegri og
ég fór inn að leita að frú Ruffn-
er. Hún sat enn við skriftir.
Ég sagði við hana: ,,Ég er bú-
inn.“ Hún stóð upp og kom með
mér út í skemmuna. Hún opn-
aði dyrnar og svipaðist lengi um
áður en hún tók til máls. Svo
sagði hún rólega: „Þetta er ekki
nóg. Spýtunum þarna geturðu
hlaðið upp við vegginn þarna í
horninu; við getum notað þær í
eldinn. En sópaðu gólfið al-
mennilega áður en þú hleður
upp spýtunum. Sérðu, þarna er
enn hrúga af fúnum tuskurn.
Qg hrúgan þarna á bak við
hurðina — athugaðu hvort ekki
er eitthvað í henni, sem má
fleygja." Hún sneri sér við og
sagði um leið og hún fór:
„Haltu nú áfram þangað til þú
ert búinn, og komdu svo inn
til að láta mig vita.“
Rödd hennai' var ekki vin-
gjarnleg, en heldur ekki óvin-
gjarnleg. Ég litaðist um í
skemmunni með nýjum augurn,
og mér varð Ijóst, að verk mitt
var nýhafið. Mér til undrunar
tók ég eftir að ég var sveitt-
ur. Ekki af því að verkið væri
erfitt. Það var leikur í saman-
burði við stritið sem ég átti að
venjast. Það sem olli svitanum
var blátt fram það, að ég þurfti
að nota heilann. Hingað til,
þegar ég hafði verið settur til
að gera eitthvað, hafði alltaf
einhver verið nálægt til að
hugsa fyrir mig.
Ég vildi vinna verk mitt rétt
í þetta skipti. Og nú, þegar ég
fór að hugsa fyrir alvöru, varð
ég undrandi á því hve miklu
meira var ógert en ég hafði
haldið. Ég laut niður tii þess
að róta í hrúgunni bak við
burðina. Þegar ég rótaði við
henni, skreið slanga út úr henni
og mjakaði sér í átt til dyr-
anna. Þetta var stærðar flykki,
en mér brá ekkert. Ég var van-
ur slöngum. Ég rotaði hana með
steini og bar hræið út á sorp-
haug.
Nú var ég kominn í horn þar
sem nokkrir kjúklingar höfðu
bersýnilega haft aðsetur. Þar
var þykkt lag af hænsnaskít.
Mér bauð ekki vitund við að
klóra hann upp með höndunum
og taka dauðan kjúkling sem
var hálfgrafinn í skítinn. Og
allsstaðar var eitthvað sem taka
þurfti: fúnar fatatuskur, buxna-
ræflar, svo rifnar að jafnvel
ég gat ekki notað þær, nokkr-
ir lurkar sem nota mátti í eld-
inn. Ég varð að taka hvern
hlut fyrir sig úr ruslinu og