Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 78
76
ÚRVAL
urinn til þeirrar dóttur, sem
foreldrarnir bera mest traust til,
það er að segja ef samboðið
mannsefni á hennar aldri er til
rfeiðu. Dóttir höfðingjans má
sem sé ekki giftast hverjum sem
er; mann sinn verður hún að
velja úr hópi sona föðursystra
sinna. Á þann hátt haldast völd_
in alltaf innan sömu ættarinn-
ar. Að öðru leyti sést enginn
munur á fjölskyldu höfðingjans
og öðrum fjölskyldum. Allir
gera jafnlitlar kröfur til lífsins
og hafa hugann lítið bundinn við
efnaleg gæði.
Garufólkið hefur yndi af
börnum. Mæðurnar bera ung-
börnin í poka á sér meðan þær
ganga að vinnu, og þau eru
ekki vanin af brjósti fyrr en
yngra barn krefst réttar síns.
Þegar maður heimsækir Garu-
fjölskyldu, kemur móðirin fyrst
með dæturnar til að sýna þær.
Lítið veður er gert út af drengj-
unum, þeir eiga hvort eð er að
flytja heim til konu sinnar þeg-
ar þeir kvænast. En ekki ber á
að drengirnir séu bældir, eins
og títt er um stúlkur í ættföður.
legu samfélagi.
Þegar ég var lítil, segir Chie
Nakane, var það alltaf viðkvæð-
ið, að þetta eða hitt mætti ég
ekki gera, af því að ég væri
stúlka. Slíkur greinarmunur
tíðkast ekki hjá Garufólkinu.
Bæði drengir og telpur alast
upp við mikið frelsi, og einnig
í hjónabandinu virðist ríkja
farsælt jafnrétti.
Hjá Kasiþjóðflokknum er
jörðin eltki lengur sameign, og
með tilkomu eignaréttarins
hófst einnig stéttaskipting milli
fátækra og ríkra. Fátækling-
arnir geta ekki tekið þátt í hin-
um miklu hátíðum, því að þeir
hafa ekki efni á að fórna dýr-
um. Og þegar nokkur hluti þjóð-
flokksins hættir að eiga hlut-
deild í erfðavenjum hans, hætta
þær smám saman að vera ein-
ingartákn hans.
Á Malabarströndinni er
mæðraveldið í hraðri upplausn.
Þeir æskumenn, sem komizt
hafa í kynni við vestræna siði,
sætta sig ekki við að flytja til
fjölskyldu eiginkvennna sinna,
og ungar konur eru farnar að
kalla sig ættarnöfnum manna
sinna eins og tíðkast á Vestur-
löndum. En árþúsunda arfleifð
hefur eigi að síður markað spor.
Margar af forustukonum Ind-
land eru frá Malabarströnd-
inni. Lestrar- og skriftarkunn-
átta er algeng, einnig meðal fá-
tækra kvenna, og hvergi njóta
konur meiri virðingar en þar.
Og konurnar í Japan ? Er Chie
Nakane undantekning, eða er
algengt, að konur af hennar kyn.
slóð njóti sjálfstæðis?
Ennþá telst ég til undantekn-
inga, segir hún. í Japan ríkir
enn sú skoðun, að staða kon-
unnar sé á heimilinu. Að vísu
stunda konur verksmiðjuvinnu,
kennslu, skrifstofustörf og önn-
ur lágt launuð störf. En þegar
þær giftast, hætta þær að vinna