Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 38
36
ÚRVAL
bólgu“. Hann fyrirskipaði að
gefa honum tvær pensillin-
sprautur á dag, að auka guf-
una í vermikassanum og hætta
að gefa honum í einn sólarhring.
Þegar Carey gaf honum penisill-
insprautuna fór hann að gráta.
Það var mið nótt. Róbert var
111 stunda gamall og Carey var
á ferli um stofuna til þess að
líta eftir börnunum í vermiköss-
unum. Hún laut niður að vermi-
kassa Róberts. Rifbein hans
voru hætt að bærast. Hann var
hættur að anda. Hún þreif sím-
ann. „Gefið mér samband við
Robertson. Fljótt“.
,,Halló!“ svaraði læknirinn
syf julegum rómi.
„Róbert er hættur að anda“.
,,Ég kem strax“.
Carey greip sogpípuna og
saug upp úr barninu og byrjaði
á öndunaræfingum.
Robertson kom nokkrum mín-
útum síðar. Hann flýtti sér að
vermikassanum, þar sem Róbert
lá eins og liðið lík, augun opin
og starandi. Hann setti hlust-
pípuna á brjóst hans. ,,Hann
er enn lifandi".
Carey vék til hliðar og Rob-
ertson hélt áfram við öndunar-
æfingarnar.
„Dreypið parafínolíu í augun
á honum, sagði hann við Carey.
„Þau þorna ef þau eru svona
opin. Við verðum að gæta þess
að hann verði ekki blindur, ef
hann lifir“.
Hann hélt áfram öndunaræf-
ingunum, hélt um granna fót-
leggina, ýtti hnjánum upp undir
brjóst og teygði úr fótunum aft-
ur, stöðugt með jöfnu miliibili.
Carey lét drjúpa úr dropatelj-
ara í opin augun.
„Gefið honum þrjá minnstu
skammta af coffein natrium
benzoate til þess að örva önd-
unina og aukið súrefnið í vermi-
kassanum,“ sagði Robertson án
þess að líta upp.
Litlu fæturnir gengu upp og
niður án afláts, en það sást enn
ekkert lífsmark með Róbert.
Robertson hlustaði aftur eftir
hjartslætti, en ekkert heyrðist.
„Það er hætt að slá“, sagði
hann. „Við megum engan tíma
missa. Ég ætla að gefa honum
adrenalinsprautu beint í hjart-
að“.
Carey kom með sprautuna, og
hann stakk nálinni fimlega í
hjartastað. Því næst tók hann
aftur til við öndunaræfingarnar.
Hann hlustaði aftur eftir hjart-
slætti, en það var steinhljóð. Ó-
bætanleg skemmd mundi verða
á heilanum, ef margar sekúndur
liðu enn án þess að hjartað færi
að slá.
Hann hlustaði aftur. „Ég
held ég hafi heyrt það bærast!“
hrópaði hann og tók á ný til við
öndunaræfingarnar. Læknirinn
og hjúkrunarkonan unnu sam-
an þögul og fumlaust. Ró-
bert tók andkaf. Það var fyrsta
innöndun hans síðasta háíftím-
ann að minnsta kosti.
„Hann er farinn að anda,“