Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 43
ÆSKAN 1 GUÐS EIGIN LANDI
41
fylgjandi Bandaríkjnnum í ut-
anríkismálum, er, ef ekki komm-
únistísk þá að minnsta kosti
tortryggileg. Sami stimpill er
settur á þá Ameríkumenn, sem
voga sér að láta í Ijós efa um
óskeikulleik Bandaríkjanna á
sviði alþjóðamála. Hafi maður
y7fir einhverju að kvarta, getur
maður hypjað sig úr landi, í
stað þess að vera að nöldra.
T'aki maður ekki þann óhentuga
kost, en kjósi að vera kyrr og
hefja upp raust sína öðru hvoru,
lætur náunganskærleikurinn
ekki á sér standa: smátt og
smátt er maður útilokaður frá
öllum félagsskap og verður að
þola það versta víti, sem nokkur
Ameríkumaður þekkir: að þurfa
að vera einn.
Viðhorf og dómgreind ame-
rískra ungmenna einkennast
yfirleitt af áberandi skorti á
næmleik fyrir blæbrigðum. Hin
harða samkeppni krefst þess,
að menn fylgist með hraðanum.
Og til þess að það sé unnt, verð-
ur að vera auðvelt að fá yfir-
sýn yfir hlutina. Allt og alla
verður að flokka í fáa hópa.
Fólkinu er skipt í tvo hópa: það
er annað hvort amerískt eða
óamerískt, hlutlaus lönd eru
flokkuð með kommúnistalönd-
um og hin svonefndu velferða-
ríki eru umsvifalaust dregin í
dilk með alþýðulýðveldunum.
Keine Hexerei, nur Behandig-
keit, eins og Þjóðverjinn segir.
Spurningin er, hvort Ameríku-
menn geri sér ljósar hætturnar,
sem felast í þessari þróun mál-
anna. Hingað til hafa aðeins ör-
fáir viðurkennt, eins og Robert
Lindner, að krafan um aðlögun
sé á hraðri leið að kæfa einstak-
linginn og andlegt sjálfstæði
hans. Enn sem kornið er hafa
engir ábyrgir aðilar gert til-
raun til að stemma stigu við
þeim öflum, sem vinna að því að
setja hinn ömurlega stimpil
einslögunarinnar á amerískan
æskulýð.
Til þessara afla má hiklaust
telja skólakerfi landsins. Það er
reist á hugmyndinni um hinn
svokallaða einingarskóla, af því
að það er talið andstætt eðli lýð-
ræðisins að aðgreina börnin
eftir námshæfileikum. Sérhvert
barn, jafnvel hið treggáfaðasta,
á að fá aðgang að æðri mennt-
un. Skoðanir geta verið skiptai-
um þetta atriði, en því verður
ekki neitað, að fyrirkomulagið
er ^skynsamlegt. Það verður að
haga kennslunni þannig, að hún
komi þeim að gagni, sem verst
gengur að fylgjast með. Af því
leiðir, að þeir sem næmastir eru
sitja að mestu aðgerða- og
áhugalausir af því að þeir þurfa
aðeins að litlu leyti að beita
athygli sinni.
Áhugaleysið er ekki eini
ókosturinn við einingarskólann.
Vegna þess að í öllum aldurs-
flokkum er tiltölulega lítill hóp-
ur nemenda, sem raunverulega
hefur áhuga á að afla sér þekk-
ingar, en meirihlutinn drattast
með einungis af því að það til-