Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 56
ÚRVAL
5-1
Hjúkrunarkonan svaraði bros-
andi: ,,Ég þarf ekki að segja
honum það. Allir, sem hingað
koma, eru meira eða minna
veikir. En ég verð að vita, hvað
þér heitið, svo að ég geti skrif-
að hjá mér nafn yðar.“ Sjúkl-
ingurinn svaraði, brosandi eins
og hjúkrunarkonan: ,,Er próf-
essorinn ekki læknir? Samverji
nútímans, ef svo mætti að orði
komast? Nafn mitt er ekki
sjúkt, en segið honum, að ég sé
veikur.“
Hjúkrunarkonan hætti að
brosa. Henni varð ljóst, að
hver svo sem sjúkdómurinn
var, sem að manninum gekk, þá
hafði hann lagzt á sinnið á hon-
um. Hún fór inn í lækninga-
stofuna, til þess að vita hvað
hún ætti að gera. Prófessorinn
brosti og sagði: ,,Góða mín, við
skulum ekki taka þetta svona
hátíðlega. Ef maðurinn viil vera
leyndardómsfullur, þá skulum
við lofa honum að vera það.
Þér skuluð bjóða honum sæti
og biðja hann að bíða, þangað
til röðin kemur að honum. Ég
býst við að mér takist að lokka
það út úr honum, sem ég þarf
að vita.“
Þannig mælti hann og brosti
eins og sá, sem er viss í sinni
sök; hjúkrunarkonan brosti
líka full aðdáunar. þau hlógu
síðan bæði, því að van Loo var
einn af þeim, sem gengur allt
að óskum.
Prófessorinn hafði rnikið að
gera og sjúklingurinn varð að
bíða í næstum þrjár klukku-
stundir. Fólk, sem er slæmt á
taugum, á oft erfitt með að
þola langa bið. En hjúkrunar-
konan varð ekki vör við neina
óþolinmæði hjá sjúklingnum.
Hann sat grafkyrr á stólnum í
gluggaskotinu og starði ekki
út á götuna, heldur beint á vegg-
inn — og brosti. Hjúkrunar-
konan hafði illan bifur á honum.
Þegar klukkustund var liðin án
þess að sjúklingurinn hreyfði
sig, liti í blað eða segði orð, fór
hún aftur inn til prófessorsins
og hvíslaði: „Mér lízt ekki á
hann.“ ,,Hvern?“ sagði prófess-
orinn, sem var búinn að stein-
gleyma sjúklingnum. Hjúkrun-
arkonan sagði ergilega:
„Hvern? Manninn, sem neitaði
að segja til nafns síns. Eg er
viss um að hann er ekki með
öllum mjalla. Ég er hrædd.“
Prófessorinn, sem var önnum
kafinn við að rannsaka annan
sjúkling, sagði hranalega:
„Hvaða vitleysa er í yður. Lof-
ið mér að ljúka við þessa rann-
sókn og látið manninn í friði,
ef hann gerir ekkert af sér.
Gerið nú eins og ég segi, góða
mín.“
Hún fór aftur fram í bið-
stofuna, en það var reiðiglampi
í augum hennar eftir ávítur
prófessorsins. Sjúklingurinn
sat grafkyrr sem fyrr og var
með sama brosið á vörunum.
Hjúkrunarkonan gaf honum
hornauga öðru hvoru. Hún von-
aði að röðin færi að koma að