Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 109

Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 109
ÁSTRÍÐA 107 ur loforð þitt, verð ég hamingju. samasta konan í veröldinni. En ef þú fórnar hinu gamla fyrir hið nýja og lítur á ást okkar sem stundarfyrirbrigði, þá mun ég að vísu elska þig eins og áð- ur, en ég mun bera harm í huga alla ævi. Þetta er allt á þínu valdi og ég hef ekkert meira um það að segja. Farðu varlega með þig. Ég sendi þér jadehring, sem ég bar 1 bernsku, og ég vona að þú viljir eiga hann til minningar um ást okkar. Jade er tákn heiðarleikans og sjálfur baugur. inn merkir það sem stöðugt er. Ég sendi þér líka hönk af silkiþræði og tárflekkað tekefli úr bambus. Þetta eru einfaldir hlutir, en ég sendi þér þá í þeirri von, að ást þín verði flekklaus sem jade og traust og stöðug eins og hring- urinn. Tárablettirnir á bambusn. um og þráðarhespan eiga að minna þig á ást mína og hinar flóknu tilfinningar sem lokast í brjósti mínu. Hjarta mitt er nálægt þér, þó að líkami minn sé langt í burtu. Ef hugsanir væru nógu máttugar, mundi ég vera hjá þér hverja stund. Þetta bréf ber þér boð um ákafa þrá mína og örvæntingarfulla von um að okkur megi auðnast að hittast aftur. Farðu varlega með þig, borðaðu vel og hafðu engar áhyggjur af mér.“ Yang sá, að vinur hans roðn- aði og bliknaði á víxl meðan hann var að lesa bréfið. Eftir nokkra þögn sagði Yang: „Hvers vegna ferðu ekki að finna hana?“ Yuan afsakaði sig með námi sínu og sagði að allt gengi á tréfótunum hiá sér. Yang lét ekki blekkjast. „Þetta er ekki rétt framkoma gagnvart henni," sagði Yang. „Segðu mér sannleikann." „Ég get ekki gift mig strax. Ég verð að sinna náminu. Það er rétt, að ég átti vingott við hana. Hún kom til mín — ég get ekki látið svona æskubrek hafa áhrif á framtíð mína.“ „Æskubrek?" „Já, hafi maður gert eitthvað sem maður átti ekki að gera —• er þá ekki eina ráðið að hætt því ?“ Yang varð reiður. „Þú getur kallað það æskubrek. En hvað um stúlkuna, sem skrifaði þér bréfið?“ Yuan varð vandræðalegur á svipinn. „Ungur maður getur gert skyssur. Hann ætti ekki að eyða tíma sínum í kvenfólk. Hann ætti —“ „Yuan“, sagði Yang. „Ef þér hefur snúizt hugur, þá skaltu ekki vera að breiða yfir það. Ég skal segja þér álit mitt á þér. Þú ert eigingjarnasti hræsnari sem ég hef kynnzt." Yang var viss um að vinur hans sagði ekki allan sannleik- ann, hér bjó eitthvað annað und- ir. Hann dvaldi í höfuðborginni í viku og á þeim tíma komst hann að þvi hvað Yuan hafði fyrir stafni. Hann var í tygjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.