Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 65
AUSTURLENZKAR ÁSTIR
63
konu sinni beinlínis til fjár.
Faðir hennar, sem var auðugur
kaupmaður, hafði útvegað Foo
fé til að stofna sjálfstætt fyrir-
tæki.
Samhliða hjúskaparsáttmál-
anum var því gerður einskonar
efnahagssamningur; hjóna-
bandið var fyrst og fremst tákn
um hin nánu tengsl milli Foos
og kaupmannsins. Foo gat líka
valið rnilli þriggja dætra, sem
kaupmaðurinn átti. Hann valdi
þá dótturina, sem hann áleit
að myndi verða sér gagnleg-
ust við kaupsýslustörfin.
Hann valdi rétt. Frú Foo nr.
1 var komin á sextugsaldur,
þegar við kynntumst henni, en
það leyndi sér ekki, að hún var
snjöll og dugleg kaupsýslukona.
Foo réðst aldrei í nein stór-
ræði, án þess að ráðfæra sig við
hana. Hún var líka ótvírætt
húsmóðirin á heimilinu. Hvorki
hinar konurnar né börnin dirfð-
usþ að sýna henni mótþróa.
Ég komst líka að því síðar,
að það gegndi sama máli með
húsbóndann. Frú Foo nr. 1 var
hinn raunverulegi húsráðandi
í stóra, Ijósrauða húsinu, sem
fjölskyldan bjó í.
Ég furðaði mig oft á því,
að svo ráðrik kona skyldi hafa
leyft hinum konunum að koma
á heimiiið, og eitt sinn spurði
ég Foo að þessu. „Frú Foo
stakk upp á því sjálf,“ sagði
hann.
Frú Foo nr. 2 kom á heim-
ilið, af því að þörf var fyrir
góða ráðskonu. Foo hafði auðg-
ast vel og byggt húsið, og hann
og fyrsta konan höfðu eignast
tvo syni og eina dóttur.
Frú Foo nr. 1 hafði sjálf
valið aðra konuna, holduga,
glaðlynda sveitastúlku, sem
brátt varð myndarlegasta hús-
móðir. Hún stjórnaði heimilinu
með prýði, lét sér annt um hús-
bóndann og fyrstu konuna,
hugsaði um börnin, hafði eftir-
lit með vinnufólkinu og gaf sér
samt tíma til að eiga níu börn
með Foo.
Foo eignaðist þriðju konuna
vegna metnaðar við keppinaut
sinn einn á viðskiptasviðinu.
Keppinauturinn hafði tekið sér
þriðju konuna, og frú Foo nr.
1 hafði hvatt mann sinn til að
gera slíkt hið sama -— hvort
sem henni hefur verið það sárs-
aukalaust eða ekki. Hætt er
við að Vesturlandamönnum þyki
slíkur metingur nokkuð öfga-
kenndur.
Frú Foo nr. 1 fór nú að svip-
ast um eftir stúlku, sem gæti
aukið metorð og tign fjölskyld-
unnar. Loks fann hún það sem
hún leitaði að hjá fátækri kín-
veskri fjölskyldu af gömlum
aðalsættum. Hinn félitli aðals-
maður ákvað af fjárhagslegum
ástæðum að gifta Foo eina af
dætrum sínum.
Þriðja kona Foos hafði á sér
hefðarkonusnið — hún var vel
snyrt, hafði hlotið góða mennt-
un, lék á píanó og söng, og tal-
aði mörg tungumál reiprenn-