Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 62
60
TJRVAL
hugrakkir. Maður verður að
vera mikilmenni . . .
Fyrst og fremst gerði ég mig
sekan um ófyrirgefanlega
skyssu: Ég sagði henni, hvað
ég ætlaðist fyrir. Hún vilcli
koma í veg fyrir það. Vildi?
ö, veslingurinn litli — hún
vildi áreiðanlega ekki halda
aftur af mér. Það voru bara
látalæti í henni. Undir niðri var
hún gagntekin af nýrri von.
Sjáið þér til, læknir, hún var
að vísu hætt að elska mig, en
hún átti ekki annan að en mig
— ég var eini maðurinn, sem
hún gat treyst. Ég tók eftir
því að hún varð glöð. Ég skal
viðurkenna, að það særði sál
mína djúpu sári. Ég varð æstur,
enda þótt ég reyndi af fremsta
megni að halda tilfinningum
mínum í skefjum. Og þá varð
mér á að gera aðra ófyrirgef-
anlega skyssu. Ég sagði við
hana: „Annaðhvort kem ég með
hann til þín — eða ég kem ekki
aftur. Við getum ekki haldið
áfram að lifa þessu lífi'eins og
það hefur gengið til upp á síð-
kastið.“
Allt í einu reis sjúklingurinn
á fætur, teygði sig yfir borðið,
þreif myndina úr hendi prófess-
orsins, hélt henni upp að and-
litinu, kyssti hana og stakk
henni síðan í vasa sinn.
Hann settist aftur, þreyttur
og máttvana. Hann hélt áfram
að tala, en bar ekki lengur ótt
á — jafnvel í’öddin var orð-
in þreytuleg og máttfarin. Hann
sagði:
„Nei, það varð ekkert úr því.
Ég gat það ekki. Ég hafði of-
metið styrk minn og hugrekki
eða hvað þér nú kallið það. Ég
fór að heiman snemma í fyrra-
dag. Ég rangiaði allan daginn
um hverfið, þar sem hann býr.
Ég kom mér ekki til að heim-
sækja hann. Ég gat ekki held-
ur farið heim. Ég gat ekki séð
hana, ekki hlustað á rödd henn-
ar. Ég fékk mér gistingu á
hóteli. Mér var auðvitað ljóst,
að hún hlyti að þjást og kvelj-
ast, en ég sagði við sjálfan
mig: „Á morgun! Á morgun
skal ég fara til hans. Morgun-
dagurinn verður liamingjudagur
þinn — þú yerður að kveljast
í dag. Háfði ég ánægju af því
að vita hana þjást? Öjá, læknir,
það er víst ekki hægt að neita
því . .
Hann tók myndina upp aft-
ur, leit sem snöggvast á hana
og stakk henni síðan í vasann.
Hann hélt áfram, og rödd hans
var nú hörkulegri:
„I gær endurtók sama sag-
an sig. Ég gat það ekki! Ég
ranglaði um þangað til ég var
orðinn ruglaður í höfðinu. Ég
var kófsveittur. Ég hringdi í
manninn, til þess að heyra rödd
hans; mig langaði til að geta
gert mér einhverja hugmynd
um hann. Vinnustúlka svaraði
í símann, en þegar hann kom
sjálfur, lagði ég heyrnartólið
á og læddist út úr símaklefan-