Úrval - 01.12.1956, Side 62

Úrval - 01.12.1956, Side 62
60 TJRVAL hugrakkir. Maður verður að vera mikilmenni . . . Fyrst og fremst gerði ég mig sekan um ófyrirgefanlega skyssu: Ég sagði henni, hvað ég ætlaðist fyrir. Hún vilcli koma í veg fyrir það. Vildi? ö, veslingurinn litli — hún vildi áreiðanlega ekki halda aftur af mér. Það voru bara látalæti í henni. Undir niðri var hún gagntekin af nýrri von. Sjáið þér til, læknir, hún var að vísu hætt að elska mig, en hún átti ekki annan að en mig — ég var eini maðurinn, sem hún gat treyst. Ég tók eftir því að hún varð glöð. Ég skal viðurkenna, að það særði sál mína djúpu sári. Ég varð æstur, enda þótt ég reyndi af fremsta megni að halda tilfinningum mínum í skefjum. Og þá varð mér á að gera aðra ófyrirgef- anlega skyssu. Ég sagði við hana: „Annaðhvort kem ég með hann til þín — eða ég kem ekki aftur. Við getum ekki haldið áfram að lifa þessu lífi'eins og það hefur gengið til upp á síð- kastið.“ Allt í einu reis sjúklingurinn á fætur, teygði sig yfir borðið, þreif myndina úr hendi prófess- orsins, hélt henni upp að and- litinu, kyssti hana og stakk henni síðan í vasa sinn. Hann settist aftur, þreyttur og máttvana. Hann hélt áfram að tala, en bar ekki lengur ótt á — jafnvel í’öddin var orð- in þreytuleg og máttfarin. Hann sagði: „Nei, það varð ekkert úr því. Ég gat það ekki. Ég hafði of- metið styrk minn og hugrekki eða hvað þér nú kallið það. Ég fór að heiman snemma í fyrra- dag. Ég rangiaði allan daginn um hverfið, þar sem hann býr. Ég kom mér ekki til að heim- sækja hann. Ég gat ekki held- ur farið heim. Ég gat ekki séð hana, ekki hlustað á rödd henn- ar. Ég fékk mér gistingu á hóteli. Mér var auðvitað ljóst, að hún hlyti að þjást og kvelj- ast, en ég sagði við sjálfan mig: „Á morgun! Á morgun skal ég fara til hans. Morgun- dagurinn verður liamingjudagur þinn — þú yerður að kveljast í dag. Háfði ég ánægju af því að vita hana þjást? Öjá, læknir, það er víst ekki hægt að neita því . . Hann tók myndina upp aft- ur, leit sem snöggvast á hana og stakk henni síðan í vasann. Hann hélt áfram, og rödd hans var nú hörkulegri: „I gær endurtók sama sag- an sig. Ég gat það ekki! Ég ranglaði um þangað til ég var orðinn ruglaður í höfðinu. Ég var kófsveittur. Ég hringdi í manninn, til þess að heyra rödd hans; mig langaði til að geta gert mér einhverja hugmynd um hann. Vinnustúlka svaraði í símann, en þegar hann kom sjálfur, lagði ég heyrnartólið á og læddist út úr símaklefan-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.