Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 74
72
ÚRVAL
hormónið östron í blóðinu og að
með blóðrannsókn var á einni
klukkustund hægt að komast
að niðurstöðu, sem áður þurfti
vikur til.
Hingað til hefur það Verið
svo, að ekki hefur verið unnt
að greina neitt óeðlilegt lífeðl-
isfræðilegt ástand hjá konum,
sem ekki gátu átt börn. eða
höfðu óþægindi með tíðum. Það
eru tvö hormón, sem stjórna
blæðingum kvenna. Fyrri helm-
ing tíðaskeiðsins er það östron-
hormónið og síðari helminginn
progesteron. Hjá honum, sem
hafa óreglulegar tíðir, er hægt
að framkalla blæðingu með því
að gefa þessi hormón, en til
þess að blæðingin verði eðlileg
þarf að vera nákvæmt jafn-
vægi milli þeirra í blóðinu.
Fram til þessa, segir dr.
Christiansen í viðtali við frétta-
mann frá Politiken, höfum við
ekki getað leyst þann vanda,
því að enda þótt við hefðum
fundið aðferð til að finna á
skömmum tíma östronmagnið í
blóðinu, urðum við, til þess að
finna progesteronmagnið í blóð-
inu, að nota efnagreiningarað-
ferð sem tóku 5 til 6 vikur. En
með prófunum og tilraunum
tókst mér að finna, aðferð, sem
gerði mér kleift að finna pro-
gesteronmagnið í blóðinu á að-
eins 18 tímum.
Til þess að komast að því
hvort hormónjafnvægið í blóði
konu sé eðlilegt, verðum við
að hormóngreina blóðið þriðja
hvern dag allt tíðaskeiðið. Þá
er fengin mynd af eðlilegu og
óeðlilegu ástandi, og við vitum
nákvæmlega hve mikið östron
og hve mikið progesterþn hlut-
aðeigandi kona þarf að fá tii
þess að blæðing verði eðlileg,
eða hvernig draga skuli úr hor-
mónmynduninni, ef með þarf.
Þegar eðlilegt hormónmagn gef-
ur eðlilegar tiðir, eru fyrir
hendi öll skilyrði til þess að kon-
an geti eignast barn. Ég á hér
við þau barnlausu hjónabönd,
þar sem ekki er um líffæraleg-
an galla að ræða hjá konurmi
eða sökin er mannsins. En í
flestum barnlaxisum hjónabönd-
um virðist allt eðlilegt, svo að
ekki er vafi á, að þúsundir
kvenna, sem árangurslaust hafa
óskað sér þess að geta eignast
barn, rnunu nú geta fengið ósk
sína uppfyllta.
Hafa þessar aðgerðir verði
reyndar í Ríkisspítalanum ?
spyr fréttamaðurinn.
Já, um tvö hundruð konur
hafa verið teknar til aðgerðar,
og af þeim hafa 188 fengið eðli-
legar tiðir. Hve margar hafa
orðið barnshafandi þori ég ekki
að fullyrða enn, en ég veit um
margar, þeirra á meðal konur,
sem í áratug hafa þráð að eign-
ast barn. í gær kom ein af
þessum konum á Ríkisspítalann.
ITún var niðurbrotin.
,,Ég hef fylgt fyrirmælum yð_
ar nákvæmlega," sagði hún, ,,en
þau hafa ekki dugað. Tíðirnar
eru aftur hættar." Við rann-