Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 44
42
■tfRVAL
heyrir góðu uppeldi, komast
skólayfirvöldin ekki hjá því að
hafa strangan aga á nemend-
unum. Frjálsræði og sjálfstæði
verður að takmarka, og um
leið er ábyrgð einstaklingsins
takmörkuð.
Ekki má heldur gleyma hin-
um gífurlegu framförum, sem
orðið hafa á tækjum til þess að
ná sambandi við fólkið, þegar
leita skal skýringar á því hve
dámlíkt amerískt æskufólk
er. Er þá efst í huga sjón-
varpið með óumdeilanleg-
um hæfileikum sínum til að
ná tökum á áhorfendum, ekki
hvað sízt á áhrifagjörnum ung-
lingum. Fyrir framan sjón-
varpstækið upplifir heil þjóð
sömu reynslu, þar er hugum
fólksins beint inn á sömu braut-
ir, og þar eru mótaðar hug-
myndir þess um rétt og rangt;
þar skapast sameiginlegar hug-
sjónir og þar verður til samúð
eða andúð heillar þjóðar. Hin
tíðu auglýsingainnskot skapa
sömu þarfir hjá áhorfendum og
vekja löngun til sömu gæða.
Það skal tekið fram, að þess-
ari grein er ekki ætlað að gefa
heilsteypta og fullkomna mynd
af æskulýð Bandaríkjanna á því
herrans ári 1956. Hún er aðeins
tilraun til að lýsa því, sem gests-
auga greindi. Þegar þessi fyr-
irvari hefur verið gerður, er
freistandi að gera tilraun til
samanburðar á æsku Bandaríkj-
anna og jafnöldrum hennar í al-
þýðulýðveldum Austurevrópu.
Þótt undarlegt kunni að virðast,
varð ég var við ýmislegt í fari
amerískrar æsku, sem ég eftir
heimsókn mína til Austurevrópu
í fyrra hafði talið sérkenni
æskufólksins í þeim löndum.
Það má nefna hina sterku þjóð-
erniskennd, tilhneiginguna til
að stimpla allt annað hvort kol-
svart eða mjallhvítt, eða hin
flokkspólitísku trúarbrögð, sem
valdhafarnir hafa neytt upp á
æskuiýð Austurevrópulandanna,
og sem með nokkrum rétti
má líkja við hina yfirborðs-
legu kirkjurækni, sem hin al-
mennu siðaboð leggja banda-
rískurn æskulýð á herðar. I
þessu sambandi ber þó jafn-
framt að hafa hugfast, að
sjálft þjóðskipulagið í Banda-
ríkjunum mun alla tíð verða
því til hindrunar, að uppvax-
andi kynslóð geti orðið fyrir
langvarandi og einhliða áhrif-
um, hvort heldur er frá róttæk-
um eða afturhaldssömum öfl-
um. I alþýðulýðveldunum er slík
hindrun ekki fyrir hendi.
En þetta er önnur saga, sem
ekki verður sögð í stuttri blaða-
grein.
o-