Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 98
96
TJRVAL
kjól og hafði málað sig lítið eitt
í andlitinu. Hún settist þögul við
hlið móður sinnar, svo sem
skylt var velmenntaðri stúlku
af tignum ættum, og virtist
jafnframt gefa Yuan í skyn,
að það væru raunar dýrmæt
forréttindi, að fá að líta hana
augum.
Samkvæmt viðtekinni kurt-
eisisvenju spurði Yuan móður-
ina, hve gömul dóttir hennar
væri.
,,Hún er fædd á valdatíma
núverandi keisara, árið chiatse,
Hún er seytján ára.“
Enda þótt þetta miðdegis-
boð væri heima hjá stúlkunni
og Yuan væri eini gesturinn,
var eins og hún tæki návist
unga mannsins nærri sér. Hún
var kurteis en fálát meðan á
máltíðinni stóð. Yuan gerði
margar tilraunir til að tala við
hana um daginn og veginn —
um föður hennar og um nám
yngra bróðurins — en hann
gat varla haft orð út úr henni.
Engin venjuleg stúlka, jafnvel
ekki sú dyggðugasta og hrein-
lífasta, myndi geta leynt áhrif-
unum, sem návist ungs manns
hefði á hana; þau myndu sjást
í svip hennar og framkomu. En
þessi yndislega stúlka var hon-
um ráðgáta, hún var líkust
álfamey, sem er ekki gædd
venjulegum mannlegum tilfinn-
ingum. Var hún svona fálát og
kuldaleg af eintómri dyggð —
því átti Yuan bágt með að trúa
— eða- var fálætið gríma sem
duldi heitari og leyndari ástríð-
ur?
Meðan setið var yfir borðum
komst Yuan að því, að skírnar-
nafn ekkjunnar var Cheng, en
það var sama nafn og móðir
hans bar, og þar sem þær voru
þannig af sama ættbálki, var
ekkjan í rauninni frændkona
hans. Ekkjan var sýnilega
hrifin af þessari uppgötvun og
skálaði við hinn fjarskylda
frænda sinn. Þá var sem svipur
dótturinnar mildaðist ofurlítið
og bros færðist yfir varir
hennar.
Yuan gramdist framkoma
stúlkunnar en var þó jafnframt
hrifinn af henni. Hann hafði
aldrei fyrr kynnzt stúlku, sem
var jafn fálát, stolt og erfið
viðureignar. Því meir sem hann
reyndi að bæla niður tilfinn-
ingar sínar, þeim mun hrifnari
varð hann og þrá hans ákafari
að njóta hennar.
Hann gerði sér allt til erind-
is til þess að geta heilsað upp
á fjölskylduna. Inging hlaut að
verða hans vör, því að dætur
hefðarfólksins sáu og heyrðu
margt gegnum útskorna milli-
veggina. En hún var hrædd eins
og hind sem veit af rándýri á
næstu grösum. Eitt sinn kom
hann auga á hana, þegar hún
var að leika sér við bróður sinn
í rökkvuðum garðinum, en jafn-
skjótt og hún tók eftir honum,
hljóp hún á brott sem fætur
toguðu.
Dag nokkurn rakst hann á