Úrval - 01.12.1956, Page 98

Úrval - 01.12.1956, Page 98
96 TJRVAL kjól og hafði málað sig lítið eitt í andlitinu. Hún settist þögul við hlið móður sinnar, svo sem skylt var velmenntaðri stúlku af tignum ættum, og virtist jafnframt gefa Yuan í skyn, að það væru raunar dýrmæt forréttindi, að fá að líta hana augum. Samkvæmt viðtekinni kurt- eisisvenju spurði Yuan móður- ina, hve gömul dóttir hennar væri. ,,Hún er fædd á valdatíma núverandi keisara, árið chiatse, Hún er seytján ára.“ Enda þótt þetta miðdegis- boð væri heima hjá stúlkunni og Yuan væri eini gesturinn, var eins og hún tæki návist unga mannsins nærri sér. Hún var kurteis en fálát meðan á máltíðinni stóð. Yuan gerði margar tilraunir til að tala við hana um daginn og veginn — um föður hennar og um nám yngra bróðurins — en hann gat varla haft orð út úr henni. Engin venjuleg stúlka, jafnvel ekki sú dyggðugasta og hrein- lífasta, myndi geta leynt áhrif- unum, sem návist ungs manns hefði á hana; þau myndu sjást í svip hennar og framkomu. En þessi yndislega stúlka var hon- um ráðgáta, hún var líkust álfamey, sem er ekki gædd venjulegum mannlegum tilfinn- ingum. Var hún svona fálát og kuldaleg af eintómri dyggð — því átti Yuan bágt með að trúa — eða- var fálætið gríma sem duldi heitari og leyndari ástríð- ur? Meðan setið var yfir borðum komst Yuan að því, að skírnar- nafn ekkjunnar var Cheng, en það var sama nafn og móðir hans bar, og þar sem þær voru þannig af sama ættbálki, var ekkjan í rauninni frændkona hans. Ekkjan var sýnilega hrifin af þessari uppgötvun og skálaði við hinn fjarskylda frænda sinn. Þá var sem svipur dótturinnar mildaðist ofurlítið og bros færðist yfir varir hennar. Yuan gramdist framkoma stúlkunnar en var þó jafnframt hrifinn af henni. Hann hafði aldrei fyrr kynnzt stúlku, sem var jafn fálát, stolt og erfið viðureignar. Því meir sem hann reyndi að bæla niður tilfinn- ingar sínar, þeim mun hrifnari varð hann og þrá hans ákafari að njóta hennar. Hann gerði sér allt til erind- is til þess að geta heilsað upp á fjölskylduna. Inging hlaut að verða hans vör, því að dætur hefðarfólksins sáu og heyrðu margt gegnum útskorna milli- veggina. En hún var hrædd eins og hind sem veit af rándýri á næstu grösum. Eitt sinn kom hann auga á hana, þegar hún var að leika sér við bróður sinn í rökkvuðum garðinum, en jafn- skjótt og hún tók eftir honum, hljóp hún á brott sem fætur toguðu. Dag nokkurn rakst hann á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.