Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 36
34
URVAL
sandi á sjávarströnd. Nafla-
strengurinn, sem bundið hafði
verið fyrir, hékk niður með
annarri síðunni. Dimmbláu
augun voru skír. En meðan
hjúkrunarkonan var að horfa á
hann varð honum skyndilega
erfitt um andardrátt og hann
varð svarblár í framan.
„Það verður að sjúga úr hon-
um,“ kallaði hún. „Láttu mig
fá sogpípuna." Hjúkrunarnemi
kom með þunna glerkúlu með
langa glerpípu út úr öðrum
endanum en gúmmíslöngu úr
hinum. Carey fór með slönguna
gegnum loftgat á vermikassan-
um og smeygði henni með lipr-
um fingrum upp í barnið. Síð-
an stakk hún glerpípunni upp
í sig og saug varlega að sér.
Sogkrafturinn dró slímið, sem
var að kæfa barnið, úr koki
þess og upp í glerkúluna.
Hjúkrunarneminn fylgdist af
athygli með þessu. Þegar Carey
hafði fullvissað sig um, að hún
hefði hreinsað kok barnsinö,
fór hún með tækið í vaskinn
og þvoði sér um hendurnar . . .
Róbert litli var f jögra stunda
gamall þegar Carey tók eftir
blóðdropa á naflastreng hans.
„Ég verð að binda betur fyrir
naflastrenginn, annars getur
honum blætt út,“ sagði hún við
nemann. Hún tók dauðhreinsað-
an þráð úr skápnum, fór með
hendurnar gegnum loftgötin og
batt þráðinn um naflastrenginn.
En naflastrengurinn, sem ekki
hafði enn þornað, en var eins og
þykkt hlaup, þoldi ekki hnútinn
og það fór að blæða með honum.
Neminn horfði kvíðafull á blóð-
ið, en Carey náði sér í annan
þráð. Til allrar hamingju var
nægilega mikið eftir af nafla-
strengnum til þess að hægt
væri áð binda aftur, og í það
skipti hélt hann.
Róbert litli var 22 stunda
þegar Carey kom á vakt morg-
uninn eftir. Hún var snemma á
ferðinni. Hún flýtti sér að
vermikassanum hans, og henni
létti þegar hún sá að allt var
með felldu. „Ég gat varla beðið
eftir því að sjá hvort hann væri
hér ennþá,“ sagði hún við nem-
ann. „Með hverri stund sem
hann lifir vaxa líkurnar til þess
að hann hafi það af“.
„Hvenær byrjum við að gefa
honum?“ spurði neminn.
„Ekki fyrr en hann er fjögra
sólarhringa,“ sagði Carey. „Þá
geta erfiðleikarnir byrjað fyrir
alvöru, því að aldrei er að vita
hvernig þeim verður um. Mag-
inn fyllist og þrýstir á lungun.
Það getur haft áhrif á öndun-
ina eða valdið slímmyndun, sem
þau geta ekki losnað við. Það er
mikið lán, að þau skuli fæðast
með nægilegan varaforða af
næringu og vatni til þess að
endast þeim þennan tíma“.
Dr. Starr, hvatleg kona, kom
inn. „Jæja, trítill”, sagði hún og
horfði drykklanga stund á Ró-
bert. „Eg veit ekki, Carey. Ég
held það sé of snemmt að
hringja bjöllum strax. En hann