Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 17
HVAÐA BREYTING ER AÐ VERÐA Á FJÖLSKYLDUNNI ?
15
að etja. Hún ber sig saman við
giftar vinkonur sínar, sem vinna
úti, og heldur að þeirra líf sé
farsælla og meira fullnægjandi.
Henni virðist hún vera aftur
úr og fer að óska sér vinnu
utan heimilis.
Hagskýrslur segja oss, að í
Svíþjóð endi sjöunda hvert
hjónaband með skilnaði. Þegar
svo er ástatt, fer ekki hjá því,
að skilnaðarmál snerti fyrr eða
síðar á einhvern hátt hverja ein-
ustu fjölskyldu í landinu. Hætt-
an á skilnaði er svo mikil, að
hver og einn verðu'r að gera
ráð fyrir, að fjölskylda hans
lendi í honum. Þetta nægir oft
til að skapa öryggisleysi og
skort á trúnaði milli hjóna.
Hinar tíðu umræður um hjóna-
skilnaði geta orðið til þess, að
þegar til árekstra kemur, kom-
ast hjónin strax á þá skoð-
un, að skilnaður sé óum-
flýjanlegur. Það eitt hve al-
gengir hjónaskilnaðir eru orðn-
ir skapar þannig hættu fyrir
f jölskylduna nú á tímum. Hinir
tíðu skilnaðir hafa jafnvel leitt
til þess, að sumir eru teknir að
efast um að hægt sé að við-
halda fjölskyldunni sem starf-
hæfri félagseiningu innan sam-
félagsins. Tilraunir hafa verið
gerðar með uppeldisstofnanir,
sem fullnægja öllum kröfum
um hreinlæti og hollustuhætti.
En þær hafa reynzt ófullnægj-
andi, vegna þess að barnið sakn-
ar þar þess öryggis og þeirrar
blíðu, sem móðirin ein getur lát-
ið því í té. Þetta hefur orðið
ljóst af víðtækum rannsóknum,
sem gerðar hafa verið bæði í
Bretlandi og Bandaríkjunum.
Einnig hefur komið í ljós, að
hjón geta ekki orðið svo óháð
hvort öðru, að þau geti búið
sitt í hvoru lagi. Þau geta ekki
verið án þeirra gagnkvæmu til-
finningatengsla, sem heimilið
skapar. Alger upplausn fjöl-
skyldunnar hefur þannig þegar
reynzt óframkvæmanleg. Jafn-
framt því sem vér gerum oss
ljósa þá erfiðleika, sem steðja
að fjölskyldunni í samfélagi nú-
tímans, sjáum vér, að þeir eru
í nánum tengslum við ýms þau
vandamál, sem nútíminn á við
að etja.
Það, sem gerzt hefur, er að
hin efnahagslegu og félagslegu
ytri bönd, sem hafa verið fjöl-
skyldunni aðhald, eru að bresta.
Þetta hefur í för með sér rót-
tæka breytingu á lífi fjölskyld-
unnar. Þegjar hinn e.fnahagslegi
þáttur raknar, reynir meira á
þátt tilfinninganna. Húsbónda-
valdið hefur ekki lengur mátt
til að halda saman fjölskyld-
unni, og ættarböndin eru ekki
lengur eins sterk og þau voru.
í félagsfræðinni er þetta þann-
ig orðað, að fjölskyldan sé að
verða æ minni hópur innan sam-
félagsins. Jafnrétti hefur kom-
izt á innan hennar, húsbónda-
valdið er úr sögunni.’ Það sem
bindur saman einstaklingana
innan fjölskyldunnar er gagn-
kvæm tilfinning hollustu og