Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 41
ÆSKAN I GUÐS EIGIN LANDI
39
má greina í félögum stúdenta,
hinum svonefndu fraternities og
sororities. 0g hafa ber hugfast
í því sambandi, að stúdentar eru
ekki þar, eins og hér, aðeins
örlítið brot af æsku landsins,
heldur næri þriðjungur henn-
ar. Þessi bræðra- og systrafé-
lög eru mikilvægur þáttur í
háskólalífinu og þykir mikill
sómi að því að fá inngöngu í
þau. Þar eru viðhafðar ýmis-
konar serimoniur, sem ósjálf-
rátt minna mann á Burschen-
schaften, félög þýzkra stúdenta.
Það er mjög erfitt að lýsa and-
anum og lífinu í þessum félög-
um, en til þess að gefa svolitla
hugmynd um það, ætla ég að
tilfæra nokkur orð úr einu hinna
mörgu boðsbréfa, sem þau senda
nýstúdentum: „Bræðralag vort
býður hverjum og einum það
sem mestu máli skiptir: tæki-
færi til að þroska skapgerð sína.
Það hjálpar þér til þroska með
þér hæfileikann til að umgang-
ast aðra og laga þig að þeim
— hæfileika, sem aldrei verð-
ur nógsamlega þroskaður. Sam-
eiginleg reynsla, þátttaka í
hinni innri samkeppni og í
söng bræðralagskórsins, í sam-
félagi við menn, sem þér geðj-
ast að — allt eru þetta gæði,
sem þú munt læra að meta.“
Af hálfu skólayfirvaldanna
er sífellt lögð áherzla á mikil-
vægi þess að æskufólkið læri að
laga sig að öðrum, svo að það
geti með tímanum orðið góðir
þjóðfélagsþegnar og sannir
Ameríkumenn. Það er ekki með
öllu hægt að vísa þessari við-
leitni á bug og telja hana
heimskulega afturhaldssemi, og
spyrja mætti hvort við hér
heima séum ekki full kærulaus
um þegnlegt uppeldi æskunnar.
En þrátt fyrir það getur manni
fundizt, að Ameríkumenn hafi
alltof mikið gefið sig á vald
kröfunni um aðlögun.
Að laga sig að öðrum er ekki
endilega hið sama og að líkj-
ast öðrum, heldur einungis það,
að við högum okkur í samræmi
við þá skoðun, að öðrum beri
sami réttur okkur. En í öllum
asanum hafa Ameríkumenn ekki
haft tíma eða löngun til að gera
sér grein fyrir því, hver regin-
munur er hér á. Krafan um að-
lögun er orðin að kröfunni um
einslögun. Sjálft kerfið minnir
mann á pylsugerð þar sem
margvísleg efni eru látin í vél,
en frá vélinni koma pylsur, sem
allar eru eins; seinna er svo
borið dálítið sinnep á sumar,
og sæt tómatsósa á aðrar, en
sjálfar pylsurnar eru allar eins
á bragðið.
Tæpast er nokkurt lands á
jörðinni þar sem til eru jafn-
margháttuð óskráð lög og regl-
ur um það, hvað sé leyfilegt
og hvað ekki, og í ,,guðs eigin-
landi“, sem annars hefur orð á
sér fyrir að veita rúm ,,hinum
frjálsa leik kraftanna" eins og
kenningasmiðir í félagsfræði
orða það. Hinar margvíslegu
kurteisis- og siðferðisreglur eru