Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 16
14
ÚRVAL
skapi sínu á börnunum. Konan,
sem á uppvaxtarárunum hefur
vanizt á undirgefni og uppgötv-
ar skyndilega, að til þess er
ætlast að hún hafi sjálfstæðar
skoðanir eða taki mikilvægar á-
kvarðanir, verður óróleg og veit
ekki hvernig hún á að haga sér
við þessar nýju aðstæður. Á-
stand eins og þetta getur því
skapað djúprættar andstæður
milli hjóna og unnið tjón á
samheldni og eindrægni innan
f jölskyldunnar.
Atvinna giftrar konu utan
heimilisins eykur sjálfstraust og
þroskar sjálfstæðisvitund henn-
ar. Hún verður ekki efnahags-
lega háð manninum á sama hátt
og sú kona, sem vinnur heima.
Þessi þróun hefur í mörgum til-
fellum reynzt hjónabandinu á-
vinningur og haft góð áhrif á
sambúð hjónanna. En æðioft
hafa kynni eiginkonunnar af
starfsfélögum og tækifærin sem
henni bjóðast til að bera saman
hjónaband sitt og annarra, orð-
ið hjónabandinu þung í skauti.
Margar konur, sem lifa í van-
sælu hjónabandi, hafa með at-
vinnu utan heimilis öðlast tæki-
færi til að sjá fyrir sér sjálfar,
og opnast þannig leið til skiln-
aðar. Konur eru ekki jafnnauð-
beygðar og áður til að lifa á-
fram í vansælu hjónabandi
af efnahagsástæðum einum
saman.
Sjálfstæð atvinna eiginkonu
hefur á annan hátt valdið erf-
iðleikum í hjónabandi. Kynni
konunnar af starfsbræðrum og
aðstæðum ólíkum þeim, sem hún
býr við, geta hæglega vakið hjá
henni hugmyndir um það, að
annar maður, annað hjónaband
og breyttar aðstæður myndu
geta fært henni meiri ham-
ingju en hún nýtur í núverandi
hjónabandi sínu. Það er greini-
legt samband milli f jölda hjóna.
skilnaða og fjölda þeirra eigin-
kvenna, sem vinna utan heim-
ilis. 1 Stokkhólmi, þar sem mik-
ill fjöldi giftra kvenna vinnur
úti, voru hjónaskilnaðir 240 á
hverja 100.000 ibúa, en í sveit-
um landsins aðeins 30—40. Og
af þeim konum, sem leita ráða
hjá leiðbeiningarstofnunum í
hjónabandsmálum, er yfirgnæf-
andi meirihlutinn starfandi utan
heimilis.
Konan, sem vinnur úti, á
einnig við annað vandamál að
etja: hvernig hún geti rækt
starf sitt og jafnframt annast
heimili og börn. Hún getur
kannski ekki rækt þessi störf
viðunandi, eða finnst minnsta
kosti að hún geti það ekki, og
sú hugsun lætur hana ekki í
friði, að hún vanræki annað
hvort. Fyrir kemur, að konur
sem vinna utan heimilis þrá svo
ákaft að fá að helga sig ein-
ungis heimilinu, að þær hætta
að vinna úti. En ófáar þessara
kvenna eiga örðugt með að
sætta sig við breytinguna og
una heima. Eins og nú er mál-
um komið á konan sem vinnur
heima einnig við sína erfiðleika