Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 30
28
ÚRVAL
fjallaösku, eins og t. d. í hinu
kunna kaffiræktarhéraði Terra
Roxa í Sao Paulo í Brasilíu.
Magn og gæði uppskerunnar
er mjög undir því komið að 'vel
sé borið á, runnarnir vel hirtir,
sjúkdómum haldið niðri og trjá-
beltum plantað til skjóls fyrir
vindum og sól. Til þess að auð-
velda tínsluna eru kaffitrén
klippt þannig, að þau mynda að-
eins runna.
Bæði ræktun og tínsla krefst
mikils mannafla og vinnulaun
eru því drjúgur liður í kaffiverð-
inu. Hin mikla verðhækkun á
kaffi undanfarin ár stafar m. a.
af þeim kauphækkunum, sem
verkalýðurinn í kaffiræktar-
löndunum hefur knúið fram með
baráttu sinni.
Aldin kaffitrésins er í fyrstu
grænt, en dökkrautt þegar það
er fullþroska. Það er steinaldin,
allajafna með tveim steinum eða
,,baunum“, sem liggja með flötu
hliðarnar saman. Ef ekki þrosk-
ast nema annar steinninn, verð-
ur hann hnöttóttur og er þá tal-
að um perlukciff i. Er það eink-
um algengt í arabískum kaffi-
tegundum. Gul, hornkennd
himna er utan um hvora baun
og nefnist hún pergamenthimn-
an (endocarp); undir henni er
silfurhimnan (testa).
Strax eftir tínsluna er aldin-
kjötið tekið utan af, annað
hvort með votu eða þurru að-
ferðinni. Vota aðferðin er í því
fólgin, að aldinin eru ásamt dá-
litlu af vatni látin í eltivélaf,
sem elta þau vai'lega þannig að
megnið af kjötinu nuddast af;
það er síðan notað til áburðar.
Baunirnar með kjöttægjunum á
erú síðan settar í stór ker til
gerjunar, en við gerjunina eyð-
ast kjöttrefjarnar. Þá eru baun-
irnar þurrkaðar, ýmist í húsum
eða sólþurrkaðar, og perga-
menthimnan tekin' af í flysjun-
arvélum. Að lokum eru baunirn-
ar settar í blásara, sem feykja
af þeim seinustu leifunum af
himnu- og kjöttrefjum. Úr 100
kg af ferskum kaffialdinum
fást á þennan hátt 20 kg af sölu-
hæfum, grænum kaffibaunum.
Þui'ra aðferðin er í því fólgin,
að aldinin eru þurrkuð, oftast
sólþurrkuð. Þegar baunirnar
skrölta innan í harðnaðri kjöt-
húðinni, er þurrkuninni lokið.
Þá er þurrt kjötið og perga-
menthimnan tekin utan af á
sama hátt og lýst er hér að
framan.
Það eru þessar þurru, grænu
baunir, sem fluttar eru út til
neyzlulandanna. Þær þola
margra ára geymslu, en brennsl-
an, sem gefur kaffinu bragð
sitt og ilm, fer ekki fram fyrr en
rétt áður en neytandinn kaupir
það.
Án efa er það koffeiniö sem
mestan þátt á í vinsældum og
útbreiðslu kaffisins. Koffein er
svokallað alkaloid, en það er
samheiti á allmörgum lífrænum
köfnunarefnissamböndum, sem
hafa gagnger lífeðlisfræðileg
áhrif. Önnur alkaloid eru t. d.