Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 37
FÆE'ING FYRIR TÍMANN
35
er líflegri. Ef hann lifir viku,
verð ég örugg“.
Róbert vældi hraustlega,
lyfti fótunum og velti sér til
hálfs á hliðina. ,,Sjáið“, sagði
Carey og brosti. ,,Hann vill ekki
skilja við okkur“.
„Þér getið vigtað hann á
morgun, ef hann verður enn á
lífi“, sagði dr. Starr . . .
Róbert var 46 stunda gamall
þegar Carey bjó sig undir að
vigta hann. Það var mikill við-
búnaður. Fyrst setti Carey vog-
ina ofan á vermikassann. Því
næst tók hún stöng með krók á
hvorum enda og krækti öðrum
króknum í vogina. Hinn end-
ann lét hún síga niður um gat á
loki vermikassans og krækti
króknum í samanhnýtt hornin á
lakinu undir barninu. Þannig
var það vegið inni í vermikass-
anum. Carey horfði á vísinn á
voginni færast og nema staðar
við 900 grömm.
„Það má gera ráð fyrir, að
hann hafi létzt um 50 grömm
síðan hann fæddist, svo að hann
hefur þá verið 950 grömm
fæddur“. sagði Carey. Svo lagði
hún málband á dýnuna við
hliðina á honum. Hann mældist
30 cm . . .
Róbert var 95 stunda gamall
þegar viðbúnaður var hafinn til
að gefa honum í fyrsta skipti.
Robertson læknir stakk í aðra
nös hans mjúkri plastpípu, sem
notuð var til að næra í gegnum
ófullburða börn, sem eru léttari
en 1350 grömm. Róbert tók við-
bragð þegar pípunni var stungið
í nös hans og Carey varð að
halda honum.
„Svona, svona,“ sagði Robert-
son, „þetta er ekkert vont“.
Það eru engin óþægindi að því
að hafa þessa pípu, og það er
hægt að láta hana vera í viku í
einu. Þá er hún tekin og önnur
brein sett í gegnum hina nösina.
Áður fyrr voru notaðar harðar
gúmmíslöngur, sem skipta
þurfti um i hvert skipti. sem
barninu var gefið.
Þegar Róbert hafði vanizt
pípunni, fékk hann fyrstu mál-
tíðina sína, nákvæmlega 96
stunda — fjögra sólarhringa
— gamall. Carey dró tvo rúm-
sentímetra — 60 dropa — af
mjólkursykurvatni upp í
sprautu og stakk nálarenda
hennar í plastpípuna. Vatnið
rann sjálfkrafa niður, jafnört
og barnið tók við. Eftir fjórar
mínútur var það allt komið nið-
ur í maga barnsins. Róbert
hafði nú fengið fyrstu máltíð
sína.
En brátt fór hann að ókyrr-
ast og andardrátturinn varð erf-
iður. Svo varð hann- svarblár.
Hann hafði gubbað og vatnið
hafði runnið niður í lungun.
Carey saug upp úr honum með
sogpípunni og sagði nemanum
að hringja til Robertsons og
segja honum, að barninu hefði
svelgzt á.
Róbertson kom strax. „Það er
rétt hjá yður,“ sagði hann. „Og
hann er kominn með lungna-