Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 53
MÆÐRAVELDI Á INDLANDI
51
vetni, fita og eggjahvita. Af
þessum þrem efnasamböndum
eru eggjahvítuefnin eða prótein-
in mikilvægust. Þau eru í raun-
inni aðalefnið í vöðvum, húð,
hári og nöglum. I blóðvökvan-
um og blóðkornunum er gnægð
ýmissa próteintegunda, og in-
súlínið í briskirtlinum er ekki
annað en flókin gerð próteina.
I stuttu máli: án próteina ekk-
ert líf.
1 gerð próteinanna er leynd-
ardómur Iífsins fólginn — og
einnig ellinnar, að áliti dr.
Björkstens. Vera kann, að hin
þverrandi starfsgeta líffæranna
sé ekki tilkomin vegna slits,
heldur þvert á móti vegna þess
að eitthvað nýtt hefur rnynd-
ast í þeim.
Þetta kann að hljóma sem
þversögn, en í efnafræðinni, þar
sem dauðleg efni. haga sér
stundum á furðulega líkan hátt
og lifandi efni, má benda.
á hliðstæðu, sem styður
þessa merkilegu tilgátu. Fyrir-
brigði, sem vel getur kallast
ellihrörnun, af því að það ger-
ist smám saman, má greina í
hinum fjölbreytilega heimi
plast-efnanna, sem gengur þar
undir nafninu herzla.
Herzla plastefna er fram-
kvæmd með því að bæta í þau
svonefndum þverbindiefnum
eða þvertengslum. Eins og nafn-
ið bendir til hafa þau þannig
áhrif, að þau tengja hinar löngu,
lausu sameindakeðjur í mjúku
plastinu saman með mörgum,
sterkum þverböndum, en við
það stirðnar plastið og verður
hart. Því meir sem þessum
þverböndum fjölgar, því harð-
ara verður plastið og fjaður-
magn þess minnkar.
Þetta efnaferli og afleiðing-
ar þess fyrir efnið má heim-
færa upp á lifandi vefi. Meðan
líkaminn er ungur, eru vefir
hans mjúkir og f jaðurmagnaðir.
Þessar sameindakeðjur hinna
margbrotnu lifandi próteina
hafa ýmsa sömu eiginleika og
hinar óhörðnuðu sameindakeðj-
ur plastefnanna, þar á meðal
hæfileikann til að tengjast ná-
lægum keðjum með þvertengsl-
um. Gerum nú ráð fyrir, að
þessi þverbinding gerist smátt
og smátt á löngum tíma. Hver
verður afleiðingin?
Þessar stirðnuðu, uppþorn-
uðu, samtengdu próteinkeðjur
verða eins og dauðir kekkir,
eins og gagnslaus ballest og erf.
ið hindrun í hinum lifandi vefj-
um og lama þannig starfsgetu
þeirra í stað þess að auka hana.
,,Það er,“ segir dr. Björksten
og kemur með ágæta samlík-
ingu, „líkt og ef þúsundir verka.
manna í stórri verksmiðju væru
smám saman hlekkjaðir saman
á höndunum. Því fleiri nytsam-
ar hendur, sem þannig eru gerð_
ar óstarfhæfar, því örðugri
verður rekstur verksmiðjunnar,
unz öll vinna að lokum hættir.
Sá sem hefði lykil að hlekkj-
unum, gæti vakið verksmiðjuna
til starfa aftur."