Úrval - 01.12.1956, Page 53

Úrval - 01.12.1956, Page 53
MÆÐRAVELDI Á INDLANDI 51 vetni, fita og eggjahvita. Af þessum þrem efnasamböndum eru eggjahvítuefnin eða prótein- in mikilvægust. Þau eru í raun- inni aðalefnið í vöðvum, húð, hári og nöglum. I blóðvökvan- um og blóðkornunum er gnægð ýmissa próteintegunda, og in- súlínið í briskirtlinum er ekki annað en flókin gerð próteina. I stuttu máli: án próteina ekk- ert líf. 1 gerð próteinanna er leynd- ardómur Iífsins fólginn — og einnig ellinnar, að áliti dr. Björkstens. Vera kann, að hin þverrandi starfsgeta líffæranna sé ekki tilkomin vegna slits, heldur þvert á móti vegna þess að eitthvað nýtt hefur rnynd- ast í þeim. Þetta kann að hljóma sem þversögn, en í efnafræðinni, þar sem dauðleg efni. haga sér stundum á furðulega líkan hátt og lifandi efni, má benda. á hliðstæðu, sem styður þessa merkilegu tilgátu. Fyrir- brigði, sem vel getur kallast ellihrörnun, af því að það ger- ist smám saman, má greina í hinum fjölbreytilega heimi plast-efnanna, sem gengur þar undir nafninu herzla. Herzla plastefna er fram- kvæmd með því að bæta í þau svonefndum þverbindiefnum eða þvertengslum. Eins og nafn- ið bendir til hafa þau þannig áhrif, að þau tengja hinar löngu, lausu sameindakeðjur í mjúku plastinu saman með mörgum, sterkum þverböndum, en við það stirðnar plastið og verður hart. Því meir sem þessum þverböndum fjölgar, því harð- ara verður plastið og fjaður- magn þess minnkar. Þetta efnaferli og afleiðing- ar þess fyrir efnið má heim- færa upp á lifandi vefi. Meðan líkaminn er ungur, eru vefir hans mjúkir og f jaðurmagnaðir. Þessar sameindakeðjur hinna margbrotnu lifandi próteina hafa ýmsa sömu eiginleika og hinar óhörðnuðu sameindakeðj- ur plastefnanna, þar á meðal hæfileikann til að tengjast ná- lægum keðjum með þvertengsl- um. Gerum nú ráð fyrir, að þessi þverbinding gerist smátt og smátt á löngum tíma. Hver verður afleiðingin? Þessar stirðnuðu, uppþorn- uðu, samtengdu próteinkeðjur verða eins og dauðir kekkir, eins og gagnslaus ballest og erf. ið hindrun í hinum lifandi vefj- um og lama þannig starfsgetu þeirra í stað þess að auka hana. ,,Það er,“ segir dr. Björksten og kemur með ágæta samlík- ingu, „líkt og ef þúsundir verka. manna í stórri verksmiðju væru smám saman hlekkjaðir saman á höndunum. Því fleiri nytsam- ar hendur, sem þannig eru gerð_ ar óstarfhæfar, því örðugri verður rekstur verksmiðjunnar, unz öll vinna að lokum hættir. Sá sem hefði lykil að hlekkj- unum, gæti vakið verksmiðjuna til starfa aftur."
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.