Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 100
TJRVAL
9S
sál mín hugsaði ekki um
annað en yndislegt andlit þitt,
og titraði af veikri von
um vingjarnlegt tillit, ljúft bros.
Um kvöldið kom Rósa með
ljóð frá Inging. Það bar titilinn:
„Nótt hins fulla tungls.“
Éinhver bíður í mánabjartri
nóttinni,
í vesturherberginu, með dyrnar
í hálfa gátt.
Handan við vegginn bærast
skuggar blómanna —
ó, ef til vill er unnusti minn
að koma!
Þetta var 4. febrúar. Yuan
var frá sér numinn af gleði.
Það var ekki um að villast, ljóð-
ið var boð um leynilegan ásta-
fund. Hann hafði aldrei gert sér
vonir um að fá að hitta hana
að næturlagi. Sextánda febrúar
fór hann eftir leiðbeiningum
kvæðisins, las sig upp eftir apri-
kósutrénu og gægðist yfir vegg-
inn. Hann sá að dyrnar á vestur-
herberginu stóðu í hálfa gátt.
Hann klifraði niður og fór inn
I herbergið.
Rósa svaf í rúminu og hann
vakti hana. Stúlkan varð for-
viða: „Hversvegna kemur þú
hingað? Hvaða erindi áttu?“
spurði hún.
„Hún bað mig að koma,“
svaraði Yuan. „Vertu svo góð
að segja henni að ég sé hérna.“
Rósa kom fljótlega aftur og
Rvíslaði: „Hún er að koma!“
Yuan beið í ofvæni. Þegar
Inging birtist, var bæði óró og
undrun í svip hennar, en augun
voru myrk og dulúðug. En hún
vann fljótt bug á feimninni og
sagði þóttalega: „Ég hef beðið
yður að koma, herra Yuan, af
því að þér sögðust vilja hitta
mig. Ég er yður þakklát fyrir
að hafa verndað móður mína og
fjölskyldu og mig langar til að
þakka yður persónulega fyrir
það. Mér þykir vænt um að við
skulum vera skyld, en furða mig
á því að þér skylduð senda mér
ástaljóð með vinnustúlkunni. Ég
vildi ekki sýna móður minni það,
því að það hefði ekki verið rétt
gagnvart yður, en hinsvegar
ákvað ég að tala við yður og
biðja yður að hætta þessum
leik.“ Hún þagnaði og varð
vandræðaleg. Það var líkast því
sem hún hefði æft þessa tölu
áður.
Yuan varð sem steini lostinn.
„En ég bað aðeins um að fá að
tala við yður, ungfrú Tsui. Og
ég kom einungis af því að þér
senduð mér ljóðið.“
„Já, ég bað yður að koma,“
svaraði hún ákveðin. „Ég hætti
á það og gerði það með gleði.
En þér skuluð ekki halda að ég
hafi mælt mér mót við yður í
ósiðsamlegu augnamiði. Þér
megið ekki misskilja mig.“
Rödd hennar titraði af niður-
bældri geðshræringu. Hún sner-
ist á hæli og flýtti sér út úr
herberginu.
Yuan varð bæði sár og reið-
ur. Hann gat ekki trúað þessu,