Úrval - 01.12.1956, Page 100

Úrval - 01.12.1956, Page 100
TJRVAL 9S sál mín hugsaði ekki um annað en yndislegt andlit þitt, og titraði af veikri von um vingjarnlegt tillit, ljúft bros. Um kvöldið kom Rósa með ljóð frá Inging. Það bar titilinn: „Nótt hins fulla tungls.“ Éinhver bíður í mánabjartri nóttinni, í vesturherberginu, með dyrnar í hálfa gátt. Handan við vegginn bærast skuggar blómanna — ó, ef til vill er unnusti minn að koma! Þetta var 4. febrúar. Yuan var frá sér numinn af gleði. Það var ekki um að villast, ljóð- ið var boð um leynilegan ásta- fund. Hann hafði aldrei gert sér vonir um að fá að hitta hana að næturlagi. Sextánda febrúar fór hann eftir leiðbeiningum kvæðisins, las sig upp eftir apri- kósutrénu og gægðist yfir vegg- inn. Hann sá að dyrnar á vestur- herberginu stóðu í hálfa gátt. Hann klifraði niður og fór inn I herbergið. Rósa svaf í rúminu og hann vakti hana. Stúlkan varð for- viða: „Hversvegna kemur þú hingað? Hvaða erindi áttu?“ spurði hún. „Hún bað mig að koma,“ svaraði Yuan. „Vertu svo góð að segja henni að ég sé hérna.“ Rósa kom fljótlega aftur og Rvíslaði: „Hún er að koma!“ Yuan beið í ofvæni. Þegar Inging birtist, var bæði óró og undrun í svip hennar, en augun voru myrk og dulúðug. En hún vann fljótt bug á feimninni og sagði þóttalega: „Ég hef beðið yður að koma, herra Yuan, af því að þér sögðust vilja hitta mig. Ég er yður þakklát fyrir að hafa verndað móður mína og fjölskyldu og mig langar til að þakka yður persónulega fyrir það. Mér þykir vænt um að við skulum vera skyld, en furða mig á því að þér skylduð senda mér ástaljóð með vinnustúlkunni. Ég vildi ekki sýna móður minni það, því að það hefði ekki verið rétt gagnvart yður, en hinsvegar ákvað ég að tala við yður og biðja yður að hætta þessum leik.“ Hún þagnaði og varð vandræðaleg. Það var líkast því sem hún hefði æft þessa tölu áður. Yuan varð sem steini lostinn. „En ég bað aðeins um að fá að tala við yður, ungfrú Tsui. Og ég kom einungis af því að þér senduð mér ljóðið.“ „Já, ég bað yður að koma,“ svaraði hún ákveðin. „Ég hætti á það og gerði það með gleði. En þér skuluð ekki halda að ég hafi mælt mér mót við yður í ósiðsamlegu augnamiði. Þér megið ekki misskilja mig.“ Rödd hennar titraði af niður- bældri geðshræringu. Hún sner- ist á hæli og flýtti sér út úr herberginu. Yuan varð bæði sár og reið- ur. Hann gat ekki trúað þessu,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.