Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 14
Sænsltur geðlæknir ber fram tímabæra
spurningu og leitast við að
svara henni:
Kvaða hreytiag er að verða á IjöEskyidunni?
Grein úr „Hördi Ni“,
eftir tlr. med. Curt Amark.
ENGINN kærir sig um, að
hann sé álitinn rómantískur
eða tilfinningasamur. Jafnframt
beitir auglýsingatækni nútím.
ans sefjunarmætti sínum til
þess að skapa hjá oss hugmynd-
ir um hamingjuna, sem eru allt
annað en raunsannar. Á bað-
ströndum og dýrindishótelum
auglýsinganna ímyndum vér
oss, að hina sönnu ánægju og
gæfu sé að finna í návist hinn-
ar fögru konu eða glæsilega
karlmanns, sem einnig er mynd
af í auglýsingunni. I hugmynda-
heimi vorum ríkir goðsögnin um
gæfuna, vér erum leidd inn í
ævintýraheim, sem er í engu
samræmi við veruleikann, og
sem torveldar oss að bregðast
á raunsæjan hátt við vandamál.
um vorum. Margir þeir, sem
lenda í erfiðleikum í hjónabandi
sína, ímynda sér því, að annað
samband, annað hjónaband eða
aðrar aðstæður en þær, sem
þeir lifa í, muni færa þeim gæf-
una.
Eitt megineinkenni á sam-
félagi nútímans er fólksflutn-
ingurinn úr dreifbýlinu í þétt-
býlið. Þessir fólksflutningar
virðast hafa slæm áhrif á að-
lögunargetu manna. í Banda-
ríkjunum kom það í Ijós við
rannsókn, að meðal þeirra, sem
á tilteknu tímabili voru lagðir
inn á stórt geðveikrahæli þar,
voru hiutfallslega allmiklu fleiri
innflytjendur en meðal íbúa
landsins í heild. Rannsóknir í
Svíþjóð hafa leitt svipað í ljós.
Árið 1945 voru 45% af íbúum
Stokkhólms fæddir í borginni.
En af þeim, sem áfengisvarnar-
nefnd borgarinnar hafði afskipti
af þetta ár, voru aðeins 30%
fæddir í borginni. Og sömu hlut.
föll voru hjá 'þeim, sem leituðu
ráða í hjónabandserfiðleikum.
Fólkið sem flytur til borganna
virðist þannig frekar eiga það
á hættu að bíða tjón á geðheilsu
sinni, lenda í hjónabandserfið-
leikum eða verða ofdrykkjunni
að bráð, en innfæddir borgar-
búar.
Bein afleiðing af þessum
flutningum er, að mikill fjöldi
fólks hefur skipt um atvinnu.
Menn hafa horfið frá landbún-
aði og handiðnaði til stóriðju
og ýmiskonar skrifstofu- og
þjónustu starfa. Þessi atvinnu-
breyting hefur haft djúptæk á-
hrif á fjölskyldulífið. Fjöl-