Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 40
Danskur stúdent lýsir kynnum
sínum af æskuJýð Bandaríkjanna.
Æskan í guðs eigin landi
Úr „Politiken",
eftir stud. jur. Poui J. Svanholm.
SKAN hefur sagt skilið
við einveruna og óskina
um að fá að njóta einkalífs síns
í friði. í staðinn er komin hóp-
myndun og skipulögð samtök,
sern bæla niður einstaklingseðl-
ið, ef þau eyðileggja það ekki
alveg. Æskan flykkist í þessi
andlausu samtök eins og naut-
fé í hjörð. Hún geldur þetta
ekki einungis við einkalífi sínu
•— þess er krafist, að hún fórni
sínu eigin sjálfi, renni saman
við hjörðina og afklæðist per-
sónuleikanum.“
Þessi lýsing er tekin úr bók
ameríska sálfræðingsins Ro-
bert Lindner, ,,Must You Con-
Nú er það ekkert nýtt,
að æskunni sé lesið orð í eyra,
hún hefur frá upphafi verið
skotspónn nöldurseggja og siða-
prédikara. En mér er til efs, að
nokkur hafi tekið jafndjúpt í
árinni og Lindner í þessari bók
sinni. Og vafamál, að jafnvel
verstu nöldurseggir hér heima
myndu taka undir orð hans.
En æskan er ekki eins í öll-
um löndum, og það gæti verið
nógu fróðlegt að gefa nánari
gaum að æskunni í landi höf-
undarins, sem ætla má að hann
hafi fyrst og fremst haft í
huga þegar hann kvað upp dóm
sinn. Á lýsing hans við þar? I
augum þess, sem nýlega hefur
lokið ferð sinni um þver og
endilöng Bandaríkin og kynnzt
jafnöldrum sínum í flestum
fylkjum landsins, hlýtur svar-
ið að verða bæði já og nei. Já,
að því leyti, að Lindner hefur
hér drepið fingri á meginatriði,
nei af því að hann tekur sterk-
ar til orða en sanngjarnt get-
ur talizt.
Það er einkenni á amerískri
æsku, að hún virðist öll steypt
í sama rnóti. Maður vissi fyrir
fram, að allir piltar eru snögg-
klipptir og klæðast T-skyrtum,
og að stúlkur spara ekki and-
litsfarðann. Við nánari kynni
kemst maður að raun um, að
svipmótið er ekki aðeins hið
ytra, heldur einnig í hugsunar-
hætti og skoðunum.
Hið versta, sem hent getur
ungan Ameríkumann er að
vera frábrugðinn fjöldanum.
Það er ekkert sem heitir að
fara einförum og vera sjálf-
um sér nógur. Kjörorðið er:
komdu í hópinn, kunningi!
Inn í aðlögunarverkstæðið!
Hóphyggjan ræður alls stað-
ar ríkjum. Glöggt tákn hennar