Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 24
ÚRVAL
2<>
verki, sem ég hafði unnið.
Enn á ný fór ég inn tii frú
Ruffner. Ég var beljaki aó
burðum, helmingi stærri en hún,
en hendur mínar skulfu og
varirnar titruðu. Mér fannst ég
vera veikur. Hafði ég í þetta
skipti unnið verk mitt vel?
Mundi ég nokkurn tíma iæra
að vinna nokkurt verk vel?
Ég einblíndi á andlit hennar
meðan hún litaðist um í skemm-
unni. Hún skimaði upp í loft-
ið og út í hvern krók og kima.
Svo sneri hún sér að mér, horfðt
í augu mér, kinkaði kolli og
sagði: ,,Nú er hreint hér. Það
hefði enginn getað gert þetta.
betur."
Hún hafði opnað fyrir mér
dyrnar að nýrri tilveru — tií-
veru hins siðmenntaða manns.
Á þessum eina'degi urðu aida-
hvörf í lífi mínu.
Afaiigi á tjraut ví»indanna:
Um höfund streptomycins
Grein úr „Science Digest“,
eftir Cedric Larson.
EGAR brezki vísindamaður-
inn Alexander Fleming upp-
götvaði penisillínið árið 1928,
hófst nýtt tímabil í sögu bakte-
ríufræðinnar. Sú uppgötvun
færði mönnum heim sanninn
um það, að sumar huldulífverur
(microorganisms) framleiða
efni, sem eru banvæn sýklum.
En aðeins fátt eitt var vitað um
tiltölulega fáar bakteríur þar
til fyrir 15 til 20 árum, og
penisillín var ekki almennt tek-
ið í notkun fyrr en nærri 15
árum eftir uppgötvun Flemings.
En snemma á árinu 1940 gerði
Selman A. Waksman við Rut-
gers háskólann í Bandaríkjun-
um nokkrar uppgötvanir í bakt-
eríufræði, sem í einu vetfangi
gerbreyttu vígstöðunni í hinni
eilífu baráttu mannsins við sjúk-
dóma. Það má vel segja, að
Waksman sé hinn eiginlegi höf-
undur fúkalyfjanna (antibiot-
ica), en svo nefnast þau efni —
venjulega úr sveppum — sem
notuð eru til að hefta vöxt eða
drepa sýkla. Það var raunar
Waksman, sem árið 1941 notaðí