Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 28
26
ÚRVAL
fræði, í ferðakostnað á alþjóða-
ráðstefnur o. s. frv.
Fyrir jafnhlédrægan og hóg-
væran mann og Waksman hefur
allur sá sómi, sem honum hefur
verið sýndur, verið honum erfið
raun. Fyrir nokkrum árum stóð
hann við hlið Trumans forseta
og Eisenhovers í hátíðarsal
Princetonháskóla og tók þar
ásamt þeim við heiðursdoktors-
nafnbót fyrir að „leiða heri
baktería fram til orustu" eins
og komizt var að orði.
Árið 1952 hlaut hann Nóbels-
verðlaunin í lífeðlis- og læknis-
fræði fyrir „uppgötvun strepto-
mycins, fyrsta áhrifaríka fúka-
lyfsins gegn berklum“. Hann
hefur að minnsta kosti hlotið 10
doktorsnafnbætur við innlenda
og erlenda háskóla og margvís-
lega aðra viðurkenningu.
Waksman hefur birt eftir sig
yfir 350 vísindaritgerðir og
skrifað 12 bækur, ýmist einn eða
með öðrum. Af þeim 60 fúka-
lyfjum, sem nú eru í notkun
gegn sjúkdómum, hafa Waks-
man og samstarfsmenn hans
fundið 12. Næst streptomycin að
notagildi er líklega neomycin,
sem fannst 1949. Það er notað
við augn-, iðra- og húðsjúk-
dómum.
Waksman er nú forstöðumað-
ur nýrrar líffræðideildar við
Rutgersháskóla, þar sem unnið
er að rannsóknum á huldulíf-
verum. Hann vinnur enn að
rannsóknum, þótt mikið af tíma
hans fari í stjórnarstörf, fyrir-
lestrahald og ferðalög.
Þótt hann sé orðinn 68 ára,
nýtur hann enn fullra starfs-
krafta, og áhugi hans á vísinda-
grein sinni er liinn sami. Hann
telur að líffræðin muni verða
mikilvægasta vísindagrein
næstu áratugi, og að sú grein
hennar, sem fjallar um huldu-
lífverur, sé aðeins á byrjun-
arstigi. „Huldulífverur,“ segir
hann, „eru engu ómerkara rann-
sóknarefni en jurtirnar eða
maðurinn sjálfur."
□---□
Iíkki ti! að gorta at'!
Það þótti mikill viðburður, þegar franski verkfræðingurinn
Blériot flaug yfir Ermarsund í júlí 1909. Það var fyrsta flug
milli landa og yfir opið haf. 1 tilefni þessa merkilega atburðar
birtist í frönsku blaði skopteikning, sem enn er í minnum höfð.
Á teikningunni sést Blériot á flugi yfir hól þar sem hani hefst
við með hænuhóp sinn. Við hávaðann í flugvélinni grípur felmtran
mikil hænurnar og þær þjóta í allar áttir. Haninn stendur einn
eftir á hólnum og reigir sig eins og hana er siður og segir:
„Farnir að fljúga og náttúrlega montnir af! Barnaskapur, sem
við hænsnin höfum fyrir löngu lagt niður!"