Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 94
92
ÚRVAL
réði sér sjálfur og hafði nógan
tíma. Þegar hann kom til Pu-
cheng, sem stendur við bugðu
á Gulá, fór hann að finna Yang,
skólabróður sinn, sem þar bjó.
Yang hvatti hann til að hafa
nokkra viðdvöl og hann féllst
á það. Þeir fóru oft í göngu-
ferðir til Puchivmusterisins, sem
var í þriggja mílna fjai'lægð
austur af borginni, þar sem
hlíðarnar voru vaxnar plómu-
trjám, sem stóðu í bióma á
veturna. Það var kalt í veðri,
en loftið þurrt og hressandi og
mikið sólfar. Þarna var gott
útsýni yfir fljótið mikla og f jar-
læg Taipofjöllin í suðri.
Yuan varð svo hrifinn af
staðnum, að hann samdi um að
fá að búa í einu af gestaher-
bergjum klaustursins, sem ætl-
uð vox’u pílagrímum. Musterið
hafði verið reist fyrir um það
bil hálfri öld af Wu keisaraynju.
Það var mikil bygging, með
gulu gljásteinsþaki og gylltum
skreytingum. Það gat rúmað
yfir hundrað pílagríma, þegar
mest var um að vera á vorin.
Þar voru líka ódýrari herbergi
fyrir bændur og fjölskyldur
þeirra, og glæsilegar íbúðir í
sérstakri álmu fyrir tigna gesti.
Yuan valdi sér her-bergi í norð-
vesturhorni klaustursins, af því
að það var kyrrt og rólegt. Há
tré vörpuðu kaldi’i, grænni
birtu yfir garðinn að húsabaki,
en hinsvegar var útsýni yfir
fljótið og fjöllin í fjarska úr
sexhyradu gluggunum á göng-
unum. Herbergið og húsbúnað-
urinn var íburðarlítið, en þægi-
legt. Yuan var himinlifandi og
hugði gott til dvalarinnar, ekki
sízt þar sem hann hafði allt-
af nokkrar Ijóðabækur í far-
angri sínum, sem var þó ekki
mikill að vöxtum.
„Mér þykir þú vera róman-
tískur að velja þennan stað,“
sagði Yang.
„Hvað áttu við?“
„Tu.nglið, blómin, snjórinn og
veðurbarðar hæðirnar. Þetta
er tilvalin staður fyrir átstaræv-
intýri.“
„Vertu ekki að þessari vit-
leysu. Ef mig langaði að
skemmta mér, myndi ég fara
til höfuðboi’gai’innar. Nei, ég
ætla að lifa eins og munkur og
sökkva mér niður í bækur mín-
ar í nokkrar vikur.“
Yang vissi, að vinur hans var
bráðlyndur, viðkvæmur og ein-
þykkur, og lét hann því fara
sínu fram.
Hann hafði ekki vei’ið nema
einn dag í klaustrinu þegar hann
uppgötvaði, að rétt hjá klaust-
urmúrunum að vestanverðu stóð
ríkmannlegt hús með stórum
aldingarði, sem hanxx gat virt
fyrir sér gegnum bakgluggann.
Þakið var lagt dökkum þak-
steini, og enda þótt að það væri
að nokkru hulið limi apríkósu-
trés, sem óx upp með veggn-
um, mátti glögglega sjá, að hús-
ið var allstór bygging. Þjónn-
inn fræddi hann um að húsið
væri í eigu klaustursins og