Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 70
68
TJRVAL
hvort það uppfyllir þær vonir,
sem tengdar hafa verið við það.
Um fósturlát.
Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unin hefur nýlega látið fara
fram athugun á fósturlátum og
fóstureyðingum í flestum lönd-
um heims.
Skýrsla um þessar athuganir,
sem reistar eru á upplýsingum
frá hlutaðeigandi yfirvöldum í
hverju landi um sig, er nú kom-
in út. 1 þessari skýrslu getur
að líta þær furðulegu upplýs-
ingar, að fleiri fósturlát verði
á hverju ári í Frakklandi en
náttúrlegar fæðingar — og eru
langflest þeirra raunverulega
fóstureyðingar.
í Bandaríkjunum eru á hverju
ári milli 700.000 og 2.000.000
,,ólöglegra“ fóstureyðinga —
enda þótt amerísk lög séu
ströng í þessu efni.
Meira blóð frá færri blóðgjöfum.
Hlutverk blóðbankans í þjón-
ustu læknavísindanna er sífellt
að verða þýðingarmeira, og
þörfin á blóði er víðasthvar svo
mikil, að erfitt er að fá nógu
marga til að gefa bióð, þannig
að bankarnir séu alltaf birgir.
Á spítala í Philadelphia hef-
ur um eins árs skeið verið reynd
ný aðferð, sem skapa mun skil-
yrði til þess, að blóðbankar
geti margfaldað birgðir sínar
af blóðvökva (plasma). Það er
plasmað, hinn næstum litlausi
blóðvökvi, sem geymdur er og
notaður við blóðgjafir. Hin nýja
aðferð er í því fólgin, að gefa
blóðgefandanum aftur nokkurn
hluta af því blóði, sem hann
gefur. Víðast hvar hefur það
hingað til verið svo, að blóð-
vökvinn er skilinn frá, en þyngri
hlutum blóðsins, sem fyrst og
fremst eru rauð og hvít blóð-
korn, er fleygt. Hin nýja að-
ferð er í því fólgin, að blóðvökv-
inn er strax skilinn frá öðrum
hlutum blóðsins í skilvindu, en
þeim síðan dælt inn í gefandann
á ný áður en 12 mínútur eru
liðnar frá því hann gaf blóðið.
Af þessu leiðir í fyrsta lagi,
að gefandinn verður fyrir miklu
minni óþægindum en ella, og í
öðru lagi, að hann getur gefið
blóð mikiu oftar en áður. Á
þessum reynslutíma gátu gef-
endur, sem áður höfðu getað
gefið blóð fimm sinnum á ári,
í allt 2,5 lítra af blóðvökva, gef-
ið blóð 26 sinnum í allt 12 lítra
af blóðvökva. Ef aðferðin upp-
fyllir þær vonir, sem við hana
eru tengdar, munu nokkrir tug-
ir vandlega valinna blóðgefenda
geta séð blóðbanka fyrir blóð-
vökva, sem áður þurfti að fá
frá hundruðum gefenda.
Engin malaría í Evrópu?
I flestum löndum Evrópu hef-
ur malaríunni nú algerlega ver-
ið útrýmt, og í þeim fáu lönd-
um, þar sem hennar verður enn
vart, er unnið markvisst að því
að uppræta hana, segir í frétt