Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 55

Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 55
Getið þér hjálpað mér, lœknir? Saga eftir Hjalmar Bergman. SUMUM gengur allt að ósk- um. Svo er sagt — en hver veit? Það eru til rithöfundar og blaðamenn, sem skrifa aldrei lélega setningu. Það eru til stjórnrnálamenn og kauphallar- braskarar, sem hafa alltaf heppnina með sér. Það eru til leikarar og skyttur, sem hitta alltaf í mark. Það eru til vís- indamenn, sem vita allt um allt, og sama máli gegnir um margt kvenfólk. Það eru til liðsfor- ingjar, sem sigra allar stúlkur, og ungar stúlkur, sem sigra alla liðsforingja. I fáum orðum sagt — sumu fólki gengur allt að óskum. Svo er sagt — en hver veit? Við skulum taka til dæmis mann úr læknastéttinni: Eric van Loo er frægt nafn. Hann er prófessor í lyflæknisfræði. Hann gegnir hinu vanda- sama og fjölþætta starfi sínu með prýði og hefur hlotið mikla reynslu þegar á unga aldri. Hann er snillingur að greina sjúkdóma og læknir af guðs náð. Auk þess er hann vinsæll maður og glaðvær, karlmannalegur og sviphreinn. Rödd hans er dimm og mjúk, og á augunum er gljái hins brennheita blóðs. Maður skyldi ætla, að slíkum manni gengi allt að óskum — ef það er ann- ars satt, sem sagt er, að slíkt fólk sé til. Samt sem áður vildi svo til, að hinn frægi læknir varð að glíma við vandamál, sem hann réði ekki við. Og hvað um það? Slíkt getur hent jafnvel hinn snjallasta mann. Að sjálfsögðu. En það kynlega í þessu til- felli var, að læknir og sjúkl- ingur skiptust á örlögum, ef svo mætti segja. Sjúkur maður kom inn í lækningastofuna, og þegar hann fór, var sjúkur maður eftir. Þessi sjúklingur fór á fund van Loo prófessors í einkavið- talstíma hans. Hann var rúm- lega tvítugur að aldri, fölur í andliti og virtist vansvefta, hendur hans titruðu dálítið og stöðugt bros lék um varir hans, milt og vingjarnlegt, en þó óhugnanlega stirðnað. Þegar hjúkrunarkonan í biðstofunni spurði um nafn hans, fékk hún ekki annað svar en þetta: ,,Seg- ið lækninum að ég sé veikur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.