Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 55
Getið þér hjálpað mér, lœknir?
Saga
eftir Hjalmar Bergman.
SUMUM gengur allt að ósk-
um. Svo er sagt — en hver
veit? Það eru til rithöfundar
og blaðamenn, sem skrifa aldrei
lélega setningu. Það eru til
stjórnrnálamenn og kauphallar-
braskarar, sem hafa alltaf
heppnina með sér. Það eru til
leikarar og skyttur, sem hitta
alltaf í mark. Það eru til vís-
indamenn, sem vita allt um allt,
og sama máli gegnir um margt
kvenfólk. Það eru til liðsfor-
ingjar, sem sigra allar stúlkur,
og ungar stúlkur, sem sigra alla
liðsforingja. I fáum orðum sagt
— sumu fólki gengur allt að
óskum. Svo er sagt — en hver
veit?
Við skulum taka til dæmis
mann úr læknastéttinni: Eric
van Loo er frægt nafn. Hann
er prófessor í lyflæknisfræði.
Hann gegnir hinu vanda-
sama og fjölþætta starfi
sínu með prýði og hefur hlotið
mikla reynslu þegar á unga
aldri. Hann er snillingur að
greina sjúkdóma og læknir af
guðs náð. Auk þess er hann
vinsæll maður og glaðvær,
karlmannalegur og sviphreinn.
Rödd hans er dimm og mjúk,
og á augunum er gljái hins
brennheita blóðs. Maður skyldi
ætla, að slíkum manni gengi
allt að óskum — ef það er ann-
ars satt, sem sagt er, að slíkt
fólk sé til.
Samt sem áður vildi svo til,
að hinn frægi læknir varð að
glíma við vandamál, sem hann
réði ekki við. Og hvað um það?
Slíkt getur hent jafnvel hinn
snjallasta mann.
Að sjálfsögðu.
En það kynlega í þessu til-
felli var, að læknir og sjúkl-
ingur skiptust á örlögum, ef svo
mætti segja. Sjúkur maður
kom inn í lækningastofuna, og
þegar hann fór, var sjúkur
maður eftir.
Þessi sjúklingur fór á fund
van Loo prófessors í einkavið-
talstíma hans. Hann var rúm-
lega tvítugur að aldri, fölur í
andliti og virtist vansvefta,
hendur hans titruðu dálítið og
stöðugt bros lék um varir hans,
milt og vingjarnlegt, en þó
óhugnanlega stirðnað. Þegar
hjúkrunarkonan í biðstofunni
spurði um nafn hans, fékk hún
ekki annað svar en þetta: ,,Seg-
ið lækninum að ég sé veikur.“