Úrval - 01.12.1956, Side 15

Úrval - 01.12.1956, Side 15
HVAÐA BREYTING ER AÐ VERÐA A FJÖLSKYLDUNNI ? 13 skyldan er ekki lengur sam- vistum við störf og strit, held- ur aðeins í tómstundum. Áður fyrr vann öil fjölskyldan að sama markmiði: ræktun lands- ins eða handiðn heimilisins og allar tekjur hennar voru sam- eign. í iðnþróuðu samfélagi fer eiginmaðurinn til síns starfa, konan til síns, og þegar börnin eru fuilvaxta, fá þau hvert sitt starf. Ekki er heldur fátítt, að starf í stórborg sé fábreytilegt og án þeirra tengsla við líf og grózku, sem landbúnaðarstörf veita. Stórborg nútímans hefur með fjarlægðum sínum og fjöl- breyttum tækifærum til dægra- dvalar og skemmtana aukið enn frekar á upplausn fjölskyld- unnar. Faðirinn er í sínu félagi, móðirin í saumaklúbb og börnin í hópi félaga sinna og jafnaldra, þannig hefur samheldni fjöl- skyldunnar einnig rofnað í tóm- stundunum. Hér við bætist þriðja einkenni nútímasamfélags: stórbættar samgöngur og greið fréttaþjón- usta. Ur blöðum, útvarpi og kvikmyndum fossar yfir nú- tímamanninn látlaus straumur nýrra áhrifa. Oft á tíðum er ógerlegt að velja og hafna úr þessum straumi. Vér getum heldur ekki lokað augunum fyr- ir því, að þorra nútímamanna skortir þá öryggisreynslu, sem trúin veitti áður. Fæstum hef- ur auðnast að tileinka sér lífs- skoðun reista á öðrum grunni. Einnig þetta hefur skapað ör- yggisleysi og innri togstreitu. Mörgum hefur lánast að bæta smám saman lífskjör sín. En það hefur gerzt með aukinni vinnu á kostnað tómstundanna. Faðirinn hefur neyzt til að taka á sig aukavinnu og móðirin hef- ur leitað út á vinnumarkaðinn. Margar fjölskyldur hafa svo ekki getað verið án þessara aukatekna. Þetta gjörbreytir fjölskyldulífinu og getur oft valdið erfiðleikum. Ýmsir aðrir þættir sálræns eðlis hafa reynzt afdrifaríkir fyrir fjölskyldulíf nútímans. Hin gamla fjölskylda var ætt- föðurleg, þ. e. heimilisfaðirinn var einráður í öllum meirihátt- ar málefnum fjölskyldunnar ög hafð ráð hennar í hendi sér. Það var sjálfsögð skylda eigin- konunnar að lúta vilja heimilis- föðurins. Nútímafjölskyldan er á hinn bóginn það sem kalla mætti lýðræðisleg, þ. e. konan og aðrir í fjölskyldunni gera kröfu til sama réttar og faðirinn um aðild að málefnum f jölskyld- unnar. Meðan þessi breyting í lýðræðisátt er að gerast, er stöðugt hætta á að til átaka komi milli einstaklinga innan fjölskyldunnar. Eiginmaður, sem alinn er upp við ættföður- legan fjölskylduanda, vérður ráðvilltur og kvíðafullur þegar hann finnur, að hann hefur ekki þau sjálfsögðu völd, sem hann taldi sig eiga rétt til. Hann getur jafnvel hneigzt til þess að beita konuna ofbeldi og skeyta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.