Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 15
HVAÐA BREYTING ER AÐ VERÐA A FJÖLSKYLDUNNI ?
13
skyldan er ekki lengur sam-
vistum við störf og strit, held-
ur aðeins í tómstundum. Áður
fyrr vann öil fjölskyldan að
sama markmiði: ræktun lands-
ins eða handiðn heimilisins og
allar tekjur hennar voru sam-
eign. í iðnþróuðu samfélagi fer
eiginmaðurinn til síns starfa,
konan til síns, og þegar börnin
eru fuilvaxta, fá þau hvert sitt
starf. Ekki er heldur fátítt, að
starf í stórborg sé fábreytilegt
og án þeirra tengsla við líf og
grózku, sem landbúnaðarstörf
veita. Stórborg nútímans hefur
með fjarlægðum sínum og fjöl-
breyttum tækifærum til dægra-
dvalar og skemmtana aukið enn
frekar á upplausn fjölskyld-
unnar. Faðirinn er í sínu félagi,
móðirin í saumaklúbb og börnin
í hópi félaga sinna og jafnaldra,
þannig hefur samheldni fjöl-
skyldunnar einnig rofnað í tóm-
stundunum.
Hér við bætist þriðja einkenni
nútímasamfélags: stórbættar
samgöngur og greið fréttaþjón-
usta. Ur blöðum, útvarpi og
kvikmyndum fossar yfir nú-
tímamanninn látlaus straumur
nýrra áhrifa. Oft á tíðum er
ógerlegt að velja og hafna úr
þessum straumi. Vér getum
heldur ekki lokað augunum fyr-
ir því, að þorra nútímamanna
skortir þá öryggisreynslu, sem
trúin veitti áður. Fæstum hef-
ur auðnast að tileinka sér lífs-
skoðun reista á öðrum grunni.
Einnig þetta hefur skapað ör-
yggisleysi og innri togstreitu.
Mörgum hefur lánast að bæta
smám saman lífskjör sín. En
það hefur gerzt með aukinni
vinnu á kostnað tómstundanna.
Faðirinn hefur neyzt til að taka
á sig aukavinnu og móðirin hef-
ur leitað út á vinnumarkaðinn.
Margar fjölskyldur hafa svo
ekki getað verið án þessara
aukatekna. Þetta gjörbreytir
fjölskyldulífinu og getur oft
valdið erfiðleikum.
Ýmsir aðrir þættir sálræns
eðlis hafa reynzt afdrifaríkir
fyrir fjölskyldulíf nútímans.
Hin gamla fjölskylda var ætt-
föðurleg, þ. e. heimilisfaðirinn
var einráður í öllum meirihátt-
ar málefnum fjölskyldunnar ög
hafð ráð hennar í hendi sér.
Það var sjálfsögð skylda eigin-
konunnar að lúta vilja heimilis-
föðurins. Nútímafjölskyldan
er á hinn bóginn það sem kalla
mætti lýðræðisleg, þ. e. konan
og aðrir í fjölskyldunni gera
kröfu til sama réttar og faðirinn
um aðild að málefnum f jölskyld-
unnar. Meðan þessi breyting í
lýðræðisátt er að gerast, er
stöðugt hætta á að til átaka
komi milli einstaklinga innan
fjölskyldunnar. Eiginmaður,
sem alinn er upp við ættföður-
legan fjölskylduanda, vérður
ráðvilltur og kvíðafullur þegar
hann finnur, að hann hefur
ekki þau sjálfsögðu völd, sem
hann taldi sig eiga rétt til. Hann
getur jafnvel hneigzt til þess að
beita konuna ofbeldi og skeyta